Fara Beint Í Efni
Eiginleikar

Kynntu þér eiginleika Opel Corsa-e

Djörf stílhrein samtímahönnun 

Stílhrein samtímahönnun
Láttu heillast af stílhreinni samtímahönnun að utan sem innan. Glæsilegt útlit, skarpar og ákveðnar línur gera Opel Corsa-e í senn djarfan og stílhreinan. Hágæðaefnisval er í sætum og innréttingum. Komdu og skoðaðu þýsk gæði!  
Svart þak 
Svart þak eykur enn á glæsileika Corsa-e.  Í GS Line útfærslunni er svarta þakið staðalbúnaður og einnig fáanlegt sem aukabúnaður í Elegance.  Settu saman drauma Opel Corsa-e rafbílinn þinn með aðstoð söluráðgjafa Opel. 
Álfelgur
Opel Corsa-e er á tvílitum 16" álfelgum í Elegance og GS Line.  Álfelgurnar eru léttari en hefðbundnar stálfelgur sem eykur enn á frábæra aksturseiginleika Corsa-e. 

Ríkulegur öryggisbúnaður

Eco LED framljós með háuljósaaðstoð
Opel Corsa-e er með ECO LED framljósum með háuljósaaðstoð sem gera það að verkum að þú þarft ekki að hækka og lækka háu ljósin þegar þú mætir bíl. Í GS Line útfærslunni eru byltingarkenndu MATRIX FULL LED framljósin með sjálfvirkri hæðarstillingu.  
Fjarlægðarstillanlegur hraðastillir
Opel Corsa-e er með hraðastilli með hraðatakmarkara. Opel Corsa-e GS Line bílinn er einnig fáanlegur með fjarlægðarstillanlegum hraðastilli sem aðstoðar þig við að halda ákveðinni fjarlægð við næsta bíl.   
Veglínuskynjun með hjálparstýringu
Opel Corsa-e er með veglínuskynjun með hjálparstýringu sem aðstoðar þig við að halda þér öruggum á veginum.  Bíllinn lætur þig vita ef þú ferð yfir veglínu. 
Stafrænt mælaborð

Opel Corsa-e er með stafrænu mælaborði sem veitir einstaka akstursupplifun. Komdu og prófaðu!

 

 

 

 
Bakkmyndavél með 180°víddarsýn 
Opel Corsa-e er fáanlegur með bakkmyndavél með 180°víddarsýn.  
Nálægðarskynjarar að framan og aftan

Opel Corsa-e er fáanlegur með nálægðarskynjurum að framan og aftan sem auðveldar þér að leggja í stæði á öruggan hátt.

 

 

Veldu þægindi í Opel Corsa-e

Upphitað stýri og framsæti 
Opel Corsa-e er fáanlegur með hita í stýri og hita í framsætum. Láttu þér líða vel í Opel Corsa-e. 
Snjallmiðstöð

Opel Corsa-e er með snjallmiðstöð með tímastillingu og forhitun sem tryggir heitan bíl þegar þú kýst.

 

 

 

 
Farangursrými
Opel Corsa er er með 309L farangursrými. Auðvelt er að leggja niður aftursætin og gera farangursrýmið enn stærra. 

Ríkulegur búnaður í Corsa-e

Gps vegaleiðsögn 

GPS vegaleiðsögn er hluti af ríkulegum staðalbúnaði í GS Line útfærslu og einnig fáanlegt sem aukabúnaður í Elegance. 

 

 

 
Snjallsímatenging
Corsa-e er með Apple CarPlay og Android Auto snjallsímatengingu. Þú varpar símanum þínum auðveldlega upp á skjáinn.  
Vandað innrarými
Opel Corsa-e býður upp á stílhreint innra rými þar sem þýsk samtímahönnun og natni fær að njóta sín. Hágæða efni er í sætum og innréttingum og stjórntæki eru handhæg og þægilega staðsett. 
Hleðsla og hleðslutími
Upplýsingar um hleðslu og hleðslutíma

Opel Corsa-e 100% hreinn rafbíll er á einstaklega hagstæðu verði þar sem þú getur hlaðið á auðveldan máta heima, í vinnu eða á hraðhleðslustöðvum. Þú nærð 100% hleðslu á 5-7,5 klst með heimahleðslustöð eða 80% hleðslu á u.þ.b. 30 mínútum í hraðhleðslustöð.  Opel Corsa-e er með eins fasa, 7.4 kW innbyggðri hleðslustýringu en fáanlegur með þriggja fasa, 11 kW innbyggðri hleðslustýringu. Opel ábyrgist 70% hleðslugetu drifrafhlöðunnar í 8 ár eða 160.000 km.

 

Hér eru helstu upplýsingar um hleðslutíma og hvernig Opel hefur hannað bílinn til að hann sé eins einfaldur í hleðslu og kostur er. Söluráðgjafar Opel veita alla ráðgjöf um hleðslu og uppsetningu hleðslustöðva. Hleðslutími getur verið breytilegur af margvíslegum ástæðum t.d. eftir því hvernig tengillinn er, eftir því hversu öflug hleðslustöð er notuð og hversu öflug hleðslustöð bílsins er. Einnig hefur hitastig rafhlöðu og útihitastig ásamt álagi hleðslustöðvarinnar áhrif. Hleðslutæki 230V/8A fyrir Schuko heimatengil fylgir öllum Opel rafbílum. Nánar um hleðslustöðvar og hleðsluhraða á brimborg.is  - smelltu hér.

 

Sérfræðingar mæla með hleðslu rafbíla með heimahleðslustöðvum. Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til langtimahleðslu.

 

Þú getur á auðveldan hátt tímasett upphaf hleðslu í MyOpel® appinu eða skoðað áætlaðan hleðslutíma á skjá ásamt því að setja forhitarann í gang svo hann sé heitur og fínn þegar þú vilt nota hann.

 

Öflugri hleðslustöð heima eða í vinnu

Við mælum með að þú setjir upp hleðslustöð heima fyrir eða í vinnu sem eykur hleðsluhraðann til mikilla muna. Hleðsluhraðinn miðast við 7,4 kW  hleðslustýringu bílsins er 7,5 klst eða 5 klst með 11kW innbyggðri hleðslustýringu bílsins sem er valbúnaður. 

 

Hraðhleðsla  

Þú getur hraðhlaðið 80% af fullri hleðslu á u.þ.b. 30 mínútum með 100kW hraðhleðslustöð. Hraðhleðslustöðvar er víða að finna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. 

Sérfræðingar mæla með hleðslu rafbíla með heimahleðslustöðvum. Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til langtímahleðslu.

 

* Hleðslutími getur verið breytilegur eftir hitastigi rafhlöðu og útihitastigi ásamt álagi hleðslustöðvarinnar. Söluráðgjafi Opel veitir þér ráðgjöf um heimahleðslustöðvar.

 


Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um allt sem viðkemur rafbílum. Smelltu á hnappana hér fyrir neðan og kynntu þér málið.

 
Hraði
Hraði hefur áhrif á drægni. Orkunotkun er minni á lægri hraða og Opel Corsa-e er því einstaklega hentugur í  allan daglegan bæjarakstur. 
Aksturslag og akstursskilyrði

Með því að aðlaga aksturlag að virkni bílsins er hægt að hámarka drægni. T.d. auka mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) drægni og sparar orku.

 

 
Útihitastig, miðstöð og loftkæling

Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs.

 

 
Farþegar og farangur
Farþegar og farangur getur haft áhrif á drægni. 
MyOpel®appið
Fjarstýrð forhitun og yfirsýn með MyOpel appinu

Opel Corsa-e er með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíll er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyOpel® appinu ásamt því að tímastilla forhitarann. Einfalt er að vera með yfirsýn í snjallsímanum með MyOpel® appinu. Hægt er að skoða upplýsingar um bílinn þ.á.m. stöðu á drægni, hleðslustöðu, þjónustuyfirlit og  panta tíma á þjónustuverkstæði.


Í MyOpel appinu er hægt að skoða eftirfarandi upplýsingar þegar þér hentar:
-Stöðu á drægni.
-Hleðslustöðu.
-Fengið upplýsingar um hvað viðvörunarljós í mælaborði þýða.

Þú getur einnig stjórnað þessum aðgerðum beint í gegnum appið:
-Virkjað, stöðvað eða tímasett hleðslu.
-Þú getur stillt forhitun á bílnum þannig að hann sé heitur þegar þú leggur af stað. Forhitun hefur ekki áhrif á hleðslutíma. Pantað tíma á þjónustuverkstæði Opel á Íslandi.