Fara Beint Í Efni
Yfirsýn

Corsa-e

Veldu þýsk gæði í 100% rafbíl

· Allt að 361 km drægni á 100% hreinu rafmagni

· 80% drægni á 30 mínútum í 100 kW hraðhleðslu

· Fjarstýrð forhitun tryggir heitan bíl þegar þér hentar

· Djörf stílhrein samtímahönnun

· 7 ára ábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu

 

Einfaldaðu rafbílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hvort sem er við kaup,
langtímaleigu eða hagstæða græna fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf  við uppsetningu.

Tryggðu þér Opel Corsa-e 100% rafbíl

Allt að 361 km drægni

Opel Corsa-e 100% hreinn rafbíll er með 50 kWh drifrafhlöðu og varmadælu sem endirnýtir orku fyrir miðstöðina og því er drægni bílsins skv. WLTP mælingu framúrskarandi eða 361 km.

 

 
30 mínútur í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð

Það er fljótlegt og einfalt að hlaða Opel Corsa-e 100% rafbíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á 5-7,5 klst í öflugri heimahleðslustöð og aðeins tekur frá 30 mínútum að hlaða nánast tóma drifrafhlöðuna í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð.

 

 
Alltaf heitur bíll með fjarstýrðri forhitun
Fjarstýrð forhitun Opel Corsa-e tryggir að bíllinn er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyOpel® appinu ásamt því að tímastilla forhitarann. 
Djörf stílhrein samtímahönnun
Láttu heillast af stílhreinni samtímahönnun að utan sem innan. Glæsilegt útlit, skarpar og ákveðnar línur gera Opel Corsa-e í senn djarfan og stílhreinan. Komdu og skoðaðu þýsk gæði!   
Varmadæla eykur virkni miðstöðvar og drægni
Varmadælan í Opel Corsa-e endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir bæði miðstöð og drifrafhlöðu bílsins. Það getur munað allt að 50 km eða um15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki. 

Tegundir

Corsa-e Edition

  • Miðstöð með varmadælu (5kW), eykur drægni og virkni miðstöðvar
  • Tölvustýrð miðstöð með loftkælingu og rakaskynjun
  • Hraðastillir (Cruise Control) með hraðatakmarkara (Speed Limiter)
  • Öryggisloftpúðar að framan í hliðum sæta og loftpúðagardínur framan og aftan
  • Ökumannsvaki varar við þreytu (Drivers Attention Warning)
  • Apple Car Play og Android Auto snjallsímastenging
  • Innbyggð hleðslustýring 7,4 kW – 1 fasa
  • Aksturstölva

Corsa-e Elegance

Staðalbúnaður til viðbótar við Edition
  • 16“ álfelgur tvílitar– 195/55 R16
  • Rafdrifnar rúður að framan og að aftan
  • Vasar á sætisbökum framsæta
  • Háuljósaaðstoð (High Beam assist)
  • Veglínuskynjun með hjálparstýringu (Lane Keep Assist)
  • Bæði framsæti hæðarstillanleg
  • Elegance sætaáklæði
  • Króm á gluggalistum og í grilli

Corsa-e GS Line

Staðalbúnaður til viðbótar við Elegance
  • GS Line innrétting - rauð innsetning í sæti og mælaborð
  • Tölvustýrð miðstöð
  • Álpedalar
  • Leðurklætt stýrishjól
  • Blindpunktsviðvörun
  • Veglínuskynjun með hjálparátaki
  • Lyklalaust start
  • Svart þak