Ríkulegur öryggisbúnaður
IntelliLux® Matrix LED ljós
Opel Corsa Electric er fáanlegur með IntelliLux® Matrix LED framljós af bestu gerð og sjálfvirka háuljósaaðstoð (High Beam Assist) sem lækkar ljósin ef bíll nálgast og eykur þannig öryggi við aksturinn.
 
Veglínuskynjun
Opel Corsa Electric er með veglínuskynjun með hjálparstýringu sem aðstoðar þig við að halda þér öruggum á veginum. Bíllinn lætur þig vita ef þú ferð yfir veglínu og togar létt í stýrið til að halda bílnum á réttum vegarhelmingi. 
Hraðastillir með hraðatakmarkara
Notaðu hraðastillinn (Cruise Control) með hraðatakmarkara (Speed Limiter) til að gera aksturinn þægilegri á lengri ferðum. Öruggari og afslappaðri akstur í Opel Corsa Electric! 
Umferðaskiltaaðstoð
Háþróaða myndavélakerfið í Opel Corsa Electric les hraðatakmarkanir á umferðaskiltum og sýnir þau á þægilegan hátt fyrir framan þig á stafræna mælaborðinu. Sama hvað er mikið um að vera þá muntu ekki missa af hraðaskilti framar!
 
Snjallöryggishemlun
Snjallöryggishemlun Opel Corsa Electric fylgist með veginum framundan, gerir ökumanni viðvart ef árekstur er líklegur og virkjar bremsun þegar ekkert er aðhafst. Kerfið þekkir bæði bíla og gangandi vegfarendur og veitir aukna hugarró í umferðarþunga.
 
Blindpunktsaðvörun
Blindpunktsaðvörun Opel Corsa Electric er virk á bilinu 12-140 km/klst og fylgist stöðugt með blindpunktum. Ljós í ytri speglum, lýsa til að láta þig vita þegar ökutæki eru innan blindpunktasvæðis þíns og veitir aukið öryggi.