Spennandi innra rými
Nuddsæti fyrir bílstjóra
Corsa Electric býður upp á sæti með stuðningi við mjóbak ökumanns og nuddi ásamt þriggja þrepa sætahitun fyrir ökumann og farþega í framsæti. Slappaðu af og njóttu þín í umferðinni!
 
Panorama glerþak með gardínu

Glæsilegt Panorama glerþak er í boði sem aukabúnaður í Corsa Electric GS. Glerþakið flæðir yfir farþegarýmið, rammar inn útsýnið og gefur bílnum sérlega glæsilegt yfirbragð.

 

 
Fjarstýrð forhitun
Hitaðu innra rými bílsins áður en þú leggur af stað. Þú stillir fjarstýrða forhitun með appi í símanum þínum, gengur að heitum bílnum og þarft ekki að skafa rúður í frosti. Algjör lúxus á köldum vetrarmorgnum.
 
Gott pláss
Opel Corsa Electric er rúmgóður og hentar vel í daglegu amstri, allt frá verslunarferðum til helgarferða. Gott pláss í hurðavösum, stórt skottið og 60/40 aftursætin gera umgengnina þægilega.