Rafmagnaður akstur
Samþætt rafhlaða og undirvagn
Kjarninn í hönnun Opel Corsa Electric er nýja liþíum rafhlaðan. Óaðfinnanleg samþætting hennar við undirvagninn tryggir lágan þyngdarpunkt og bestu mögulegu aksturseiginleika án þess að skerða rúmgott innra rýmið.
 
Rafmögnuð akstursánægja
260 N hröðun án gíra í nánast hljóðlausum bíl gerir akstur á Opel Corsa Electric virkilega skemmtilegan. Það tekur aðeins 8,3 sekúndur að fara úr núlli í 100 km/klst - þannig að hvort sem þú ert að keyra í miðbænum eða á þjóðveginum, þá er Corsa Electric skemmtilegur ferðafélagi!
 
Góð drægni og hröð hleðsla
Með enn betri rafhlöðu er drægni allt að 405 km á fullri hleðslu samkvæmt WLTP prófunum. Hleðsla er einföld og í hefðbundinni hraðhleðslu er hægt að hlaða úr 10-80% á u.þ.b. 27 mínútum. Athugið að WLTP drægnitölur eru staðlaðar prófanir en ýmsir þættir hafa síðan áhrif á drægni svo sem aksturslag, hraði, útihitastig og miðstöð. Það á einnig við um hleðslutíma sem getur verið  breytilegur eftir aðstæðum. Söluráðgjafar Opel veita alla ráðgjöf og upplýsngar sem þarf um drægni og hleðslu. 
Mismunandi akstursstillingar
Hægt er að velja akstursstillingar í Opel Corsa Electric sem gera þér kleift að sérsníða akstursupplifun þína! Sport-stillingin hámarkar aksturseiginleika, Eco-stillingin hámarkar skilvirkni og Normal-stillingin er millivegurinn á milli hinna tveggja.
 
Sjálfvirk hemlun
Sjálfvirk hemlun eykur drægni rafmagnsbíla vegna þess að rafmótorinn getur endurheimt stöðuorku sem verður tiltæk við hemlun og eykur þannig drægni bílsins á hreinu rafmagni. Sjálfvirk hemlun minnkar slit á bremsubúnaði bílsins og minnkar þar af leiðandi viðhaldskostnað auk þess sem mörgum þykir sjálfvirk hemlun vera aukin þægindi í akstri. 
Ítarlegar upplýsingar um stöðu ökutækis
Opel Corsa Electric veitir nákvæmar upplýsingar um stöðuna á ökutækinu á auðskiljanlegan og einfaldan hátt til að auðvelda bílstjóranum aksturinn. Upplýsingar um allt frá orkunotkun og rafhlöðuhleðslu til lifandi hleðslutölfræði miðað við aksturslag og aðstæður.