Hressandi hönnun
Hressandi hönnun
Nýi Frontera vekur athygli með skemmtilegu útliti og einstöku formi. Áberandi framhlið með Opel Vizor útliti og LED-framljósum og hreinn en kraftmikill afturhluti fullkomna heildina. GS-útfærslan er með 17" Aero-álfelgum, glansandi svörtu þaki og áberandi svörtum merkjum. Að auki höfum við sleppt krómi á ytra byrði nýja Frontera til að minnka umhverfisáhrif. 
Svipmikill rafbíll
Krómfría Opel Vizor-grillið nær yfir framhlið nýja Frontera og samþættir á skemmtilegan hátt Opel Blitz-merkið og IntelliLED®-framljósin. Niðurstaðan? Lágmarks sjónræn truflun, hámarks sjónrænn stíll, eða eins og við segjum gjarnan: djörf og hrein hönnun. Opel Vizor-grillið og IntelliLED®-framljósin með sjálfvirkum háu ljósum veita frábæra sýn við allar aðstæður eru staðalbúnaður í öllum Frontera-útfærslum. 
Þýsk nákvæmni
Nýi Frontera er hannaður frá grunni til að vekja öll skilningarvitin. Frá hinu táknræna Vizor-grilli að framan, til nafnskiltisins sem prýðir afturhlutann, hefur allt hér verið hannað, þróað og úthugsað í þaula. Dregið hefur verið úr notkun krómsog í stað þess sett sjálfbærari og endurunnin efni á lykilsvæði eins og sætum Allt útpælt til þess að gera nýja Frontera framúrskarandi!