Tækni og öryggi
Veglínustýring
Nýi Frontera veitir þér aðstoð sem gerir aksturinn auðveldari og eykur öryggið. Veglínustýring nemur þegar bíllinn byrjar að víkja frá réttri stöðu á akrein og stýrir sjálfkrafa til baka til að halda henni. Þetta er eitt af mörgum ökumannaðstoðarkerfum sem gera daglegan akstur auðveldari og öruggari. 
Sjálfvirk neyðarhemlun og árekstrarviðvörun
Árekstrarviðvörun nýja Frontera skannar stöðugt veginn framundan og varar þig við hugsanlegum árekstri við ökutæki eða gangandi vegfarendur. Ef nauðsyn krefur, grípur sjálfvirka neyðarhemlunin inn í til að koma í veg fyrir slys og hemlar óháð ökumanni, sem tryggir öruggari akstursupplifun. 
Blindapunktsaðvörun
Blindapunktsaðvörun, sem er staðalbúnaður í GS útfærslunni virkar á milli 12 og 140 km/klst. og fylgist stöðugt með blindpunktum. Ljós í hliðarspeglunum kvikna til að vara þig við þegar ökutæki eru á blindum bletti, sem gerir ferðalög öruggari og þægilegri.