Rafbíll frá Opel
Drægni og hraðhleðsla
Nýi Frontera rafbíllinn er klár í slaginn, sama hvað þú hefur í huga! Hann er tilbúinn í ferðalagið, bæði bæjarferðina og utanbæjarævintýrið, því hann er með allt að 305 km drægni. Þarftu að komast lengra? Það er ekkert mál, því þú getur hlaðið bílinn frá 20% upp í 80% á aðeins 26 mínútum. Farðu lengra á Frontera rafbíl. 
Tvær akstursstillingar
Nýi Frontera rafbíllinn er með tvær akstursstillingar sem hentar frábærlega í daglegum akstri. Ef þú velur "Normal mode" færðu fullkomið jafnvægi á milli afkasta og orkunotkunar. Þú upplifir vægast sagt hressandi akstur, með mestu hröðunina, fyrirtaks akstursupplifun og snerpu. Ef þú velur "Comfort mode" leggurðu meiri áherslu á endurheimt orku við hemlun og hámarks orkunýtingu. Þín ferð, þínar reglur! 
Skýr yfirsýn
Viltu fylgjast með stöðu rafhlöðunnar eða hvernig gengur að hlaða nýja Frontera rafbílinn þinn? Engar áhyggjur, því straumlínulagaða Pure Panel upplýsingakerfið okkar gerir það einfalt. Þú sérð hleðslustig og áætlaða akstursvegalengd á skýrum og góðum skjá, og þannig öðlastu auðveldlega yfirsýn yfir Frontera rafbílinn þinn.