Rými fyrir daglegt amstur
Nýi Frontera státar af miklu plássi fyrir allt sem þú þarft á að hafa meðferðis – börn, hunda, innkaup, farangur – stundum allt í einu. Rúmgott farangursrýmið, sem rúmar allt að 1.600 lítra þegar aftursætin eru felld niður, getur tekið við 1,95 m löngu rúmi fyrir skyndiútilegu eða nýju, ósamsettu húsgögnin sem þú varst að spá í að kaupa. Gólf farangursrýmisins er flatt, sem auðveldar þér að renna hlutum inn og út, en falin hólf undir gólfinu eru fullkomin til að geyma smærri hluti eins og hleðslusnúruna þína.