Þess vegna elskum við Frontera
Búinn undir lífið

Viltu hressa upp á hversdagsaksturinn? Kynntu þér orkumikla ferðafélagann þinn, nýjan Frontera. Hann býður upp á djarfa hönnun, mikið rými og marga hagnýta eiginleika. Bíllinn fæst með allt að 305 km (1) drægni og er sérhannaður til að gleðja þig í hverri ferð!

 

1 Opel Frontera rafbíll er með 44 kWh stunda drifrafhlöðu samkvæmt WLTP staðlinum.

 
Meira pláss
Þegar þú stígur inn finnurðu strax pláss fyrir nánast allt sem þér dettur í hug. Fjölnota miðjustokkurinn er fullkominn til að geyma smærri hluti eins og snjalltækin þín, á meðan farþegar í aftursæti geta geymt sína hluti í snjöllum sætisvösum og stórum geymsluhólfum. Vantar þig meira pláss? Þar stendur Frontera sig frábærlega vel með einu stærsta farangursrými í sínum flokki og allt að 1.600 lítra hleðslurými með niðurfelldum aftursætum. Nýi Frontera er hannaður fyrir lífið, hvort sem það eru daglegar ferðir, vikuleg matvöruinnkaup, flutningur á fyrirferðarmiklum húsgögnum eða jafnvel helgarferð á síðustu stundu með allri fjölskyldunni og hundinum. 
Hressandi upplifun

Nýi Frontera einfaldar umskiptin yfir í rafbíl. Frontera rafbíllinn býður upp á hressandi akstursupplifun með mjúkum og viðbragðsfljótum aksturseiginleikum, allt að 305 km drægni, engan útblástur og vandræðalausa hraðhleðslu fyrir lengri ferðir. Hver er niðurstaðan? Hressandi upplifun í hverri ferð! 

 

1 Opel Frontera rafbíll er með 44 kWh stunda drifrafhlöðu samkvæmt WLTP.