Fara Beint Í Efni
Fara Beint Í Efni
Eiginleikar

Kynntu þér eiginleika Opel Grandland Plug-in Hybrid

Djörf stílhrein samtímahönnun
Djarft ytra útlit

Láttu heillast af glænýrri, djafri, stílhreinni samtímahönnun að utan sem innan. Glæsilegur framendi, skarpar línur og djarft útlit gerir Opel Grandland plug in hybrid djarfan og stílhreinan að utan. Komdu og skoðaðu þýsk gæði!

 

 
Stílhrein samtímahönnun 

Innra rýmið er stílhreint þar sem þýsk samtímahönnun og natni fær að njóta sín í hverju einasta smáatriði. Hágæðaefnisval er í sætum og í innréttingum. Komdu og skoðaðu!

 

 

 

 
Alcantara áklæði
Opel Grandland tengiltvinn rafbíll er með einstöku Alcantara áklæði í Ultimate útfærslu sem gefur bílnum einstaka lúxusásýnd. Sætin eru framúrskarandi og hafa fengið sérstaka úttekt hjá samtökum óháðra stoðsérfræðinga (AGR) sem mæla sérstaklega með sætunum í Opel Grandland PHEV. 
Felgur  sem henta íslenskum aðstæðum
Opel Grandland plug in hybrid er á flottum 18" álfelgum. Há sætisstaða og 18" álfelgur gera hann einstaklega hentugan við íslenskar aðstæður. 
Svart þak í Ultimate útfærslu

Opel Grandland plug in hybrid er með svörtu þaki og langbogum á þaki í Ultimate útfærslu.

 

 
10" margmiðlunarskjár sýnir margvíslegar upplýsingar
Opel Grandland plug in hybrid er með 10" margmiðlunarskjá þar sem þú sérð margvíslegar upplýsingar. Þú sérð m.a. upplýsingar um stöðu og drægni, staðsetningu hleðslustöðva í gegnum GPS, virkni tengiltvinnkerfisins, eyðslutölur um rafmagns- og eldsneytisnotkun og getur virkjað forhitun í bílnum svo að hann verði heitur og þægilegur þegar þú leggur af stað
 
Ríkulegur öryggisbúnaður
E-call neyðarhringing í 112
Opel Grandland plug in hybrid er með e-call neyðarhringingu í 112 sem hringir sjálfvirkt í neyðarlínuna ef þú lendir í alvarlegum árekstri og gefur upp staðsetningu bílsins. Neyðarhjálp þarf því ekki að eyða dýrmætum tíma í að leita að staðsetningu slyss. Veldu öryggi! 
Fjarlægðarstillanlegur hraðastillir
Fjarlægðarstillanlegur hraðastillir er hluti af ríkulegum staðalbúnaði í Grandland plug in hybrid.  Fjarlægðarstillanlegur hraðastillir aðstoðar þig við að halda jöfnum stillanlegum hraða og bifreiðin sér sjálf um að halda ákveðinni fjarlægð við næsta bíl sem einnig er stillanleg.  
Snjallöryggishemlun
Opel Grandland plug in hybrid er með snjallöryggishemlun ( Active City Break) sem greinir t.a.m bíla, hjól og gangandi vegfarendur í allt að 200 m fjarlægð. Opel Grandland Plug in hybrid getur þannig brugðist við ófyrirsjáanlegum aðstæðum skjótar en ökumaðurinn.   
Veglínuskynjun með hjálparstýringu
Opel Grandland plug in hybrid er með veglínuskynjun með hjálparstýringu sem aðstoðar þig við að halda þér öruggum á veginum.  Bíllinn lætur þig vita ef þú ferð yfir veglínu. 
360° myndavélakerfi og blindpunktsaðvörun

Opel Grandland plug in hybrid er með fullkomnu 360°myndavélakerfi sem veitir þér sýn allan hringinn í kringum bílinn og blindpunktsaðvörun sem lætur þig vita þegar það er bíll í blinda punktinum.

 

 
Bílastæðaaðstoð
Opel GrandlanD plug in hybrid er fáanlegur með nálægðarskynjurum að framan og aftan ásamt bílastæðaaðstoð sem aðstoðar ökumann við að leggja í þröng stæði. 
Veldu þægindi í Opel
Þægileg framsæti vottuð af sérfræðingum

Framsætin í Opel Grandland plug in hybrid eru vottuð af AGR  sérfræðingum. Sætin bjóða uppá yfirburða þægindi í löngum og stuttum ferðalögum.

 

 
Ávallt heitur bíll 
Opel Grandland plug in hybrid er með snjallmiðstöð með tímastillingu og forhitun svo að þú getur haft bílinn heitan og þægilegan þegar þér hentar.  Auk þess er upphitað leðurklætt stýri, hiti í sætum, tölvustýrð miðstöð og rafdrifnir upphitaðir hliðarspeglar hluti af ríkulegum staðlbúnaði í Opel Grandland plug in hybrid.  
Fáanlegur með rafdrifnum afturhlera

Opel Grandland plug in hybrid er fáanlegur með rafdrifnum afturhlera með skynjara þannig að þú getur opnað afturhlerann með fætinum. 

 

 
Farangursrými með  skíðalúgu í miðjusæti 
Opel Grandland PHEV er með 390L farangursrými þegar aftursætin eru upprétt. Á auðveldan máta er hægt að stækka farangursrýmið í 1520 L svo að það rúmar auðveldalega golfsett. Miðjusætið er með skíðalúgu. 
Ríkulegur staðalbúnaður í Grandland Plug-In Hybrid
Ríkulegur staðalbúnaður 
GPS vegaleiðsögn, bakkmyndavél, blindpunktsaðvörun, fjarlægðarstillanlegur hraðastillir, veglínuskynjun með hjálparstýringu, ökumannsvaki, háuljósaaðstoð, e-call neyðarhringing og upphitað leðurklætt stýri er hluti af ríkulegum staðalbúnaði í Opel Grandland plug in hybrid. 
Þráðlaus símahleðsla
Þráðlaus símahleðsla er hluti af ríkulegum staðlbúnaði í Opel Grandland plug in hybrid. Þú hleður símann á meðan þú ert á ferðinni. 
Snjallsímatenging

Opel Grandland plug in hybrid er með Mirror Link tækni ásamt Apple CarPlay og Android Auto snjallsímatengingu. Þú varpar símanum þínum auðveldlega upp á skjáinn og getur þannig stjórnað spotify af skjánum sem dæmi.

 

 

Drægni

Allt að 59 km drægni á 100% hreinu rafmagni
Opel Grandland Plug-In Hybrid er með allt að 59 km drægni skv. WLTP mælingu í 100% rafmagnsstillingu. Drægni sem hentar einstaklega vel í allan daglegan akstur þar sem meðalakstur Íslendinga er 40 km á dag. Hér fyrir neðan eru helstu þættir sem hafa áhrif á drægni. 
Hraði
Hraði hefur áhrif á drægni. Orkunotkun er minni á lægri hraða og Grandland plug in hybrid er því einstaklega hentugur í  allan daglegan bæjarakstur. 
Aksturslag og akstursskilyrði
Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) eykur drægni og sparar orku. 
Útihitastig, miðstöð og loftkæling
Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs. 
Farþegar og farangur
Farþegar og farangur getur haft áhrif á drægni. 

Hleðsla og hleðslutími

Upplýsingar um hleðslu og hleðslutíma

Opel Grandland plug in hybrid er tengiltvinn rafbíll er á einstaklega hagstæðu verði þar sem þú getur hlaðið á auðveldan máta heima, í vinnu eða á hraðhleðslustöðvum.

 

Hér eru helstu upplýsingar um hleðslutíma og hvernig Opel hefur hannað bílinn til að hann sé eins einfaldur í hleðslu og kostur er.

 

Hleðslutími Opel Grandland plug in hybrid er eftirfarandi:

 

  • 7:00 klst. með venjulegum heimilistengli (8A, 220V) 
  • 3:45 klst. með 3,7 kW (1 fasa) hleðslustöð á heimili eða á vinnustað
  • 1:45 klst. með innbyggðri 7,4 kW hleðslustýringu í bíl og 7,4 kW hleðslustöð á heimili eða á vinnustað

 

Opel Grandland plug in hybrid er með 3,7 kW innbyggðri hleðslustýringu en fáanlegur með 7,4 kW innbyggðri hleðslustýringu. Opel ábyrgist 70% hleðslugetu drifrafhlöðunnar í 8 ár eða 160.000 km.

 

Söluráðgjafar Opel veita alla ráðgjöf um hleðslu og uppsetningu hleðslustöðva. Hleðslutími getur verið breytilegur af margvíslegum ástæðum t.d. eftir því hvernig tengillinn er, eftir því hversu öflug hleðslustöð er notuð og hversu öflug hleðslustöð bílsins er. Einnig hefur hitastig rafhlöðu og útihitastig ásamt álagi hleðslustöðvarinnar áhrif. Hleðslutæki 230V/8A fyrir Schuko heimatengil fylgir öllum Opel rafbílum. Nánar um hleðslustöðvar og hleðsluhraða á brimborg.is  - smelltu hér.

 

Sérfræðingar mæla með hleðslu tengiltvinnrafbíla með heimahleðslustöðvum. Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til langtimahleðslu.

 

Þú getur á auðveldan hátt tímasett upphaf hleðslu í MyOpel® appinu eða skoðað áætlaðan hleðslutíma á skjá ásamt því að setja forhitarann í gang svo hann sé heitur og fínn þegar þú vilt nota hann.


Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um allt sem viðkemur rafbílum. Smelltu á hnappana hér fyrir neðan og kynntu þér málið.

 
Rafbíll | verð og ívilnanir Hvað kostar að hlaða rafbíl? Hleðslustöðvar og hleðsluhraði Hvað kostar að setja upp hleðslustöð?

MyOpel®appið

Fjarstýrðu forhitun og hafðu yfirsýn með MyOpel appinu

Opel Grandland PHEV er með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíll er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyOpel® appinu ásamt því að tímastilla forhitarann. Einfalt er að vera með yfirsýn í snjallsímanum með MyOpel® appinu. Hægt er að skoða upplýsingar um bílinn þ.á.m. stöðu á drægni, hleðslustöðu, þjónustuyfirlit og  panta tíma á þjónustuverkstæði.


Í MyOpel appinu er hægt að skoða eftirfarandi upplýsingar þegar þér hentar:
-Stöðu á drægni.
-Hleðslustöðu.
-Fengið upplýsingar um hvað viðvörunarljós í mælaborði þýða.

Þú getur einnig stjórnað þessum aðgerðum beint í gegnum appið:
-Virkjað, stöðvað eða tímasett hleðslu.
-Þú getur stillt forhitun á bílnum þannig að hann sé heitur þegar þú leggur af stað. Forhitun hefur ekki áhrif á hleðslutíma. Pantað tíma á þjónustuverkstæði Opel á Íslandi.