Kraftmikill rafakstur
Fullur af orku
Opel Mokka Electric er knúinn af öflugri 54 kWh liþíum rafhlöðu með löngum líftíma og mikilli drægni sem er aukin með sjálfvirkri hemlun. Sjálfvirk hemlun eykur drægni rafmagnsbíla vegna þess að rafmótorinn getur endurheimt stöðuorku sem verður tiltæk við hemlunina.  
 
Rafmögnuð frammistaða
260 Nm og án gíra í nánast hljóðlausum bíl gerir akstur á Opel Mokka Electric virkilega skemmtilegan. 100% rafknúna 156 hestafla vélin er skemmtilegur kostur hvort sem þú ert að keyra í miðbænum eða úti á þjóðvegum.
 
Einföld og hröð hleðsla
Á 100 kW DC hraðhleðslustöð geturðu hlaðið í allt að 80% á aðeins 30 mínútum. Athugið að hleðsluhraði getur verið misjafn eftir hitastigi rafhlöðu og útihitastigi ásamt álagi hleðslustöðvarinnar. Við mælum með heimahleðslustöð fyrir nýja rafbílaeigendur. Söluráðgjafar Opel á Íslandi eru sérfræðingar á þessu sviði og veita allar upplýsingar um hleðslu. 
Val um akstursstillingar
Sérsníddu akstursupplifun þína: Opel Mokka Electric gefur þér val um þrjár akstursstillingar til að aðlaga aksturinn að aðstæðum. Sportstilling hámarkar aksturseiginleika, Eco-stilling hámarkar skilvirkni og orkunýtingu. Normal stilling sameinar síðan hinar tvær.
 
Farðu lengra
Opel Mokka Electric notar sjálfvirkt hemlunarkerfi til að endurheimta stöðuorku og nýtir hana til að auka drægni bílsins. Þetta kerfi endurheimtir ekki aðeins orkuna sem myndast þegar þú hemlar, heldur er það einnig virkt þegar ökutækið er á hreyfingu. Sjálfvirk hemlun minnkar einnig slit á bremsubúnaði bílsins auk þess sem mörgum þykir sjálfvirk hemlun einnig vera aukin þægindi í akstri. 
 
Ítarlegar upplýsingar um stöðu ökutækis
Opel Mokka Electric veitir nákvæmar upplýsingar um stöðuna á ökutækinu á auðskiljanlegan og einfaldan hátt til að auðvelda bílstjóranum aksturinn. Upplýsingar um allt frá orkunotkun og rafhlöðuhleðslu til lifandi hleðslutölfræði miðað við aksturslag og aðstæður.