Öryggi og tækni
Ákjósanlegt skyggni með sjálfvirkum ljósum
Sjálfvirku, glampalausu IntelliLux LED® Matrix ljós Opel Mokka Electric veita frábært skyggni við allar aðstæður. Njóttu þæginda og skýrleika öflugra háuljósa sem nema bíla sem koma á móti og lækka og hækka sjálfvirkt ljósin og veita þannig gott skyggni án þess að trufla aðra ökumenn.
 
Heldur réttri fjarlægð frá næsta bíl

Háþróaður fjarlægðarstillanlegur hraðastillir með Stop&Go í Opel Mokka Electric færir þér einstök þægindi í akstri án þess að gefa neitt eftir í öryggi. Hraðastillirinnn hraðar sér og bremsar sjálfkrafa til að halda stöðugri fjarlægð frá ökutækinu á undan.

 

 
Minni árekstrahætta

Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi Opel Mokka Electric fylgist með veginum framundan og gætir að öðrum ökutækjum og gangandi vegfarendum og minnkar þannig verulega hættuna á árekstri. Á undir 30 km/klst, sem er sá hraði sem flestir árekstrar verða, mun sjálfvirk neyðarhemlun jafnvel stöðva ökutækið ef þess þarf. Á meiri hraða mun kerfið hægja á ökutækinu um allt að 50 km/klst sem dregur verulega úr hættunni á árekstri eða alvarleika hans.

 

 
Allar upplýsingar á einum stað
Fágun og einfaldleiki Opel Mokka Electric birtist Opel Pure Panel innra rýminu. Allar upplýsingar sem þú þarft á straumlínulagaða 12" skjánum. Stafræn stjórn án ringulreiðar.
 
Allt í augnsýn
Opel Mokka Electric býður upp á víðmyndavél sem gefur 180° sjónarhorn að aftan, skynjar og varpar ljósi á nálæga hluti og gerir þér kleift að sjá umferð koma frá hliðum ökutækisins. Sérlega þægilegt þegar bakkað er út í umferð.
 
Auðvelt að leggja með Park & Go
Nálægðarskynjarar að framan og aftan, blindapunktsaðvörun, rafdrifnir, raffellanlegir og upphitaðir hliðarspeglar gera það auðveldara að leggja með Park & Go.