Fara Beint Í Efni
Eiginleikar

Kynntu þér eiginleika Opel Combo-e Life

Rúmgóður og sveigjanlegur

Allt að 282 km drægni á 100% hreinu rafmagni
Opel Combo-e Life er 100% hreinn rafbíll með 50 kWh drifrafhlöðu. Drægni bílsins er allt að 282 km. Opel Combo-e Life er fáanlegur með eins fasa 7,4 kW innbyggða hleðslustýringu, eða fyrir þá sem kjósa það heldur, þriggja fasa 11 kW innbyggðri hleðslustýringu.  
Sveigjanleiki og mikið pláss
Combo-e Life er rúmgóður með allt að 1.050 L farangursrými og hentar þeim vel sem þurfa stundum mikið pláss eins og t.d. tónlistarfólki, hundaeigendum og fjölskyldum sem þurfa pláss fyrir marga barnabílstóla. Rennihurðir á báðum hliðum gefa gott aðgengi. 
Snöggur að hlaða
Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Opel Combo-e Life heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðuna á 5 – 7,5 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð og í allt að 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð á u.þ.b. 30 mínútum. 

Ríkulegur búnaður - Hannaðu þinn Opel Combo-e Life

Hannaðu þinn Opel Combo-e Life
Brimborg hefur lagt sífellt meiri áherslu á forpöntun nýrra bíla svo kaupendur geti hannað bílana nákvæmlega að sínum óskum hvað varðar lit, innréttingu og búnað. Söluráðgjafar Opel aðstoða viðskiptavini við að setja saman réttu útfærsluna.  
Fáanlegur fimm eða sjö sæta
L1 útgáfan er fáanleg í fimm sæta útgáfu og býður upp á hámarks þægindi. Þrjú stök fellanleg aftursæti með Isofix festingum gefa eftirsóknarverðan sveigjanleika því hægt er að fella niður sæti eftir þörfum til að stækka skottið.  L2 útgáfan er 35 cm lengri en L1 útgáfan þökk sé auknu hjólhafi og yfirhangi að aftan. L2 útgáfan er einnig fáanleg í fimm eða sjö sæta útfærslu. 
Snjallmiðstöð og fjarstýrð forhitun
Opel Combo-e Life rafbíllinn er fáanlegur með snjallmiðstöð með tímastillingu á forhitun á innra rými sem tryggir ávallt heitan bíl. Hægt er að tímastilla forhitun alla vikudaga fyrirfram, einfalt og þægilegt. Fjarstýrð virkni gerir kleift að fjarstýra forhitun í MyOpel® appinu.  
Hleðsla og hleðslutími
Upplýsingar um hleðslu og hleðslutíma

Opel Combo-e Life er 100% hreinn rafbíll sem þú getur hlaðið á auðveldan máta heima, í vinnu eða á hraðhleðslustöðvum. Þú nærð 100% hleðslu á 5-7,5 klst með heimahleðslustöð eða 80% hleðslu á u.þ.b. 30 mínútum í 100 kW hraðhleðslustöð.  Opel Combo-e Life er fáanlegur með eins fasa, 7.4 kW innbyggðri hleðslustýringu en fáanlegur eins fasa 7,4 kW eða þriggja fasa, 11 kW innbyggðri hleðslustýringu. 

 

Hér er hlekkur á helstu upplýsingar um þá þætti sem gott er að hafa í huga varðandi hleðslustöðvar og hleðsluhraða. Hleðslutími getur verið breytilegur af margvíslegum ástæðum t.d. eftir því hvernig tengillinn er, eftir því hversu öflug hleðslustöð er notuð og hversu öflug innbyggð hleðslustýring bílsins er. Einnig hefur hitastig rafhlöðu og útihitastig ásamt álagi hleðslustöðvarinnar áhrif. - Smelltu hér til að lesa meira.

Söluráðgjafar Opel veita alla ráðgjöf um hleðslu og uppsetningu hleðslustöðvar og útvega hleðslustöðvar og uppsetningu ef óskað er. Nánar um hleðslustöðvar og uppsetningu hér  - Smelltu hér til að lesa meira.

 

Sérfræðingar mæla með hleðslu rafbíla með heimahleðslustöðvum. Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til langtimahleðslu.

 

Þú getur á auðveldan hátt tímasett upphaf hleðslu í MyOpel® appinu eða skoðað áætlaðan hleðslutíma á skjá ásamt því að setja forhitarann í gang svo hann sé heitur og fínn þegar þú vilt nota hann.

 

Öflugri hleðslustöð heima eða í vinnu

Við mælum með að þú setjir upp hleðslustöð heima fyrir eða í vinnu sem eykur hleðsluhraðann til mikilla muna. Hleðsluhraðinn miðast við 7,4 kW  hleðslustýringu bílsins er 7,5 klst eða 5 klst með 11kW innbyggðri hleðslustýringu bílsins sem er valbúnaður. 

 

Hraðhleðsla  

Næstum tóma drifrafhlöðuna má hlaða á um það bil 30 mínútum í 80% hleðslu í 100 kW hleðslustöð. Hraðhleðslustöðvar er víða að finna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. 

Sérfræðingar mæla með hleðslu rafbíla með heimahleðslustöðvum. Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til langtímahleðslu.

 

* Hleðslutími getur verið breytilegur eftir hitastigi rafhlöðu og útihitastigi ásamt álagi hleðslustöðvarinnar. Söluráðgjafi Opel veitir þér ráðgjöf um heimahleðslustöðvar.

 


Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um allt sem viðkemur rafbílum. Smelltu á hnappana hér fyrir neðan og kynntu þér málið.

 
Þættir sem hafa áhrif á drægni
Hraði
Hraði hefur áhrif á drægni. Orkunotkun er minni á lægri hraða og Opel Combo-e er því einstaklega hentugur í  allan daglegan bæjarakstur. 
Aksturslag og akstursskilyrði

Með því að aðlaga aksturlag að virkni bílsins er hægt að hámarka drægni. T.d. auka mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) drægni og sparar orku.

 

 
Útihitastig, miðstöð og loftkæling

Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs.

 

 
Farþegar og farangur
Farþegar og farangur getur haft áhrif á drægni. 
MyOpel®appið
Fjarstýrð forhitun og yfirsýn með MyOpel appinu

Opel Combo-e Life er í boði með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíll er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyOpel® appinu ásamt því að tímastilla forhitarann. Einfalt er að vera með yfirsýn í snjallsímanum með MyOpel® appinu. Hægt er að skoða upplýsingar um bílinn þ.á.m. stöðu á drægni, hleðslustöðu, þjónustuyfirlit og  panta tíma á þjónustuverkstæði.


Í MyOpel appinu er hægt að skoða eftirfarandi upplýsingar þegar þér hentar:
-Stöðu á drægni.
-Hleðslustöðu.
-Fengið upplýsingar um hvað viðvörunarljós í mælaborði þýða.

Þú getur einnig stjórnað þessum aðgerðum beint í gegnum appið:
-Virkjað, stöðvað eða tímasett hleðslu.
-Þú getur stillt forhitun á bílnum þannig að hann sé heitur þegar þú leggur af stað. Forhitun hefur ekki áhrif á hleðslutíma. Pantað tíma á þjónustuverkstæði Opel á Íslandi.