Fara Beint Í Efni
Tegundir

Komdu á Opel rafsendibíladaga í Brimborg
Vinsælustu rafsendibílarnir þriðja árið í röð með allt að 1.100.000 kr. afslætti

Við bjóðum nú allt að 1.100.000 kr. afslátt og með rafbílastyrk til viðbótar að upphæð 500.000 kr. er kaupverð allt að 1.600.000 kr. lægra en verðlistaverð. Nýttu tækifærið.

Opel rafsendibílar eru vinsælustu rafknúnu atvinnubílarnir á Íslandi þriðja árið í röð með 28,8% markaðshlutdeild. Opel rafsendibílar státa af þýskum gæðum sem eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni, góðri drægni og miklum hleðsluhraða. Sparneytni, lágur rekstrarkostnaður, fyrirtaks vinnuaðstaða með góðu aðgengi, hámarks nýting, ríkulegur búnaður, löng ábyrgð og fjölmargar stærðarútfærslur tryggja m.a. vinsældir Opel rafmagnssendibíla.

 

 

Rafbílastyrkir frá Orkusjóði

 

 

Rafbílar fá rafbílastyrk frá Orkusjóði. Rafmagnssendibílar í ökutækjaflokknum N1 sem eru nýskráðir eftir 1.  janúar 2024 fá greiddan 500.000 kr. rafbílastyrk ef kaupverð er undir 10 millj. kr.  Að auki geta fyrirtæki í atvinnurekstri  innskattað 24% virðisaukaskatt af kaupverðinu ásamt því að innskatta allan rekstrarkostnað sendibílsins ef bíllinn er á rauðum númerum.

Þýsk gæði með 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu

 
Þýsk gæði Opel sendibíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir. Tryggðu þér þýsk gæði Opel!
 
Það hefur aldrei verið öruggara að eiga rafsendibíl
Góð drægni, aukinn hleðsluhraði, þéttara hraðhleðslunet, lengri ábyrgð, lægri rekstrarkostnaður, minni mengun, meiri þægindi, framúrskarandi vinnuaðstaða og betri endursala.
100% rafmagnssendibílar 
Combo-e rafmagnssendibíll með allt að 275 km drægni 

Opel Combo-e er 100% hreinn rafmagnssendibíll með allt að 275 km drægni á hreinu rafmagni og hraðhleðslumöguleika. Combo-e er fáanlegur í tveimur lengdum, með rennihurð á báðum hliðum og rúmar auðveldar auðveldlega tvö vörubretti. Opel Combo-e er með 750 kg dráttargetu og 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að kynna þér Opel Combo-e nánar.

 

 
Kynntu þér Combo-e nánar
Vivaro-e 100% rafmangssendibíll með allt að 330 km drægni

Opel Vivaro-e er 100% hreinn rafmagnssendibíll með allt að 330 km drægni á hreinu rafmagni og hraðhleðslumöguleika. Opel Vivaro-e er fáanlegur í þremur lengdum, með rennihurð á báðum hliðum og rúmar auðveldar auðveldlega þrjú vörubretti. Opel Vivaro-e er með 1000 kg dráttargetu og 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að kynna þér Opel Vivaro-e nánar.

 

 
Kynntu þér Vivaro-e nánar
Movano Electric 100% rafmagnssendibíll með allt að 424 km drægni

Opel Movano Electric er 100% hreinn rafmagnssendibíll með góðri drægni, miklum hleðsluhraða, fyrirtaks vinnuaðstöðu með góðu aðgengi, ríkulegum útbúnaði og lágum rekstrarkostnaði.  Opel Movano Electric rafmagnssendibíll er framdrifinn með 110 kWh drifrafhlöðu og allt að 424 km drægni skv. WLTP mælingu. Movano Electric er fáanlegur í tveimur lengdum og með háþekju og rúmar auðveldlega fimm vörubretti. Movano Electric er með 2400 kg dráttargetu. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og kynntu þér Opel Movano Electric nánar.

 

 
Kynntu þér Movano Electric nánar