Opel Combo-e sendibíll knúinn 100% hreinn raforku er á einstaklega hagstæðu verði þar sem þú getur hlaðið á auðveldan máta heima, í vinnu eða á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á u.þ.b. 5 - 7:30 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð og þú hleður tóma drifrafhlöðuna á u.þ.b. 32-48 mínútum í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð. Opel ábyrgist 70% hleðslugetu drifrafhlöðunnar í 8 ár eða 160.000 km.
Hér eru helstu upplýsingar um hleðslutíma og hvernig Opel hefur hannað bílinn til að hann sé eins einfaldur í hleðslu og kostur er. Söluráðgjafar Opel veita alla ráðgjöf um hleðslu og uppsetningu hleðslustöðva. Hleðslutími getur verið breytilegur af margvíslegum ástæðum t.d. eftir því hvernig tengillinn er, eftir því hversu öflug hleðslustöð er notuð og hversu öflug innbyggð hleðslustýring bílsins er. Einnig hefur hitastig rafhlöðu og útihitastig ásamt álagi hleðslustöðvarinnar áhrif. Nánar um hleðslustöðvar og hleðsluhraða á brimborg.is - smelltu hér.
Sérfræðingar mæla með hleðslu rafbíla með heimahleðslustöðvum. Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til langtimahleðslu.
Öflug hleðslustöð heima eða í vinnu
Við mælum með að þú setjir upp hleðslustöð heima fyrir eða í vinnu.. Hleðsluhraði á Opel Combo-e með 50 kWh drifrafhlöðu og eins fasa 7,4 kW heimahleðslustöð er u.þ.b. 7,5 klst eða u.þ.b. 5 klst með þriggja fasa 11 kW heimahleðslustöð.
Hraðhleðsla
Þú hleður 50 kWh drifrafhlöðuna í Opel Combo-e á u.þ.b. 32 mínútum í 80% drægni í 100kW hraðhleðslustöð. Hraðhleðslustöðvar er víða að finna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
* Hleðslutími getur verið breytilegur eftir hitastigi rafhlöðu og útihitastigi ásamt álagi hleðslustöðvarinnar. Söluráðgjafi Opel veitir þér ráðgjöf um heimahleðslustöðvar.
Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um allt sem viðkemur rafbílum. Smelltu á hnappana hér fyrir neðan og kynntu þér málið.