Fara Beint Í Efni
Eiginleikar

Tvær lengdir: L1 & L2, og rúmar tvö vörubretti

Tvær lengdir: L1 og L2

Opel Combo Electric er í boði í tveimur lengdum, L1 og L2, sem rúma allt að tvö vörubretti. Með sveigjanlegu FlexCargo® kerfi er hægt að flytja hluti allt að 3,44 m að lengd.

 

 
Rúmar auðveldlega tvö vörubretti 
Hleðslurými Combo Electric er allt að 3,9 m³ og burðargetan allt að 728 kg. Þannig færðu pláss fyrir bæði stærri sendingar og daglega flutninga án vandræða. 
Allt að 728 kg burðargeta
Burðargeta fer eftir útfærslu: 728 kg í L1 og 676 kg í L2. Dráttargeta er allt að 750 kg. 
Fjölhæfur með FlexCargo® kerfi
FlexCargo® kerfið gerir þér kleift að fella niður farþegasæti og opna lúgu í skilrúmi. Þannig má flytja allt að 3,44 m langa hluti og auka hleðslurýmið verulega. 
Snjallsímastöð og tengimöguleikar
Í stað hefðbundins margmiðlunarskjás fylgir snjallsímastöð í Nordic Edition. Með sérstaku appi má stýra útvarpi og forritum á borð við Spotify og GPS beint úr símanum. Auk þess eru tvö USB tengi og 12V tengi í mælaborði. 
Öryggisbúnaður
Í staðalbúnaði eru snjallöryggiskerfi á borð við snjallhemlun, veglínuskynjun, háuljósaaðstoð og ökumannsvaka. Að auki eru loftpúðar að framan, í hliðum og loftpúðagardínur. 

Framúrskarandi búnaður 

Ríkulegur staðalbúnaður    
Nordic Edition er hannaður fyrir íslenskar aðstæður og er með varmadælu, upphituðu bílstjórasæti og hita í framrúðu. Þannig nýtist drægnin betur í köldu veðri og ökumenn fá meiri þægindi í daglegum akstri. 
Bakkmyndavél með 180° víddarsýn
Bakkmyndavél er í boði sem hluti af aukabúnaði (Tæknipakki PLUS). Hún veitir 180° víddarsýn og gerir daglegan akstur við þröngar aðstæður enn þægilegri og öruggari. 

Hleðsla, hleðslulausnir og hraðhleðsla

Upplýsingar um hleðslu, hleðslulausnir og hraðhleðslu

Opel Combo Electric sendibíll er knúinn 100% raforku og hlaðinn á einfaldan hátt heima, í vinnu eða á ferðinni.

 

  • Heimahleðsla: Með 7,4 kW innbyggðri hleðslustýringu tekur full hleðsla um 4 klst. og 25 mínútur. Með 11 kW þriggja fasa hleðslustýringu styttist tíminn í um 2 klst. og 55 mínútur.

  • Hraðhleðsla: Með 100 kW DC hraðhleðslu næst 0–80% hleðsla á frá 30 mínútum.

 

Hleðslutími getur verið breytilegur eftir tengli, hleðslustöð, innbyggðri hleðslustýringu bílsins, útihitastigi og hleðslustöðu rafhlöðunnar.- Smelltu hér til að lesa meira.

 

Sérfræðingar mæla með uppsetningu heimahleðslustöðvar fyrir örugga og skilvirka hleðslu. Opel og Brimborg bjóða úrval lausna í samstarfi við Íslenska Bílorku. Kynntu þér AC stöðvar hér.

 

Kaupendur Opel njóta einnig sérkjara í hraðhleðsluneti Brimborgar sem veitir ódýrari hraðhleðslu um land allt. Skráðu þig í E1 appið og sæktu um sérkjör með því að smella hér. 

 

Söluráðgjafar Opel veita ráðgjöf um hleðslulausnir og aðstoð við uppsetningu hleðslustöðva eftir þörfum.

 

7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu

Þýsk gæði Opel rafmagnssendibíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda. Tryggðu þér þýsk gæði Opel!