Fara Beint Í Efni
Yfirsýn

Opel Vivaro Electric rafsendibíll

Verð frá 6.185.484 kr.

án vsk. með rafbílastyrk

Opel Vivaro Electric rafsendibíll


Allt að 350 km drægni (WLTP)

Hraðhleðsla (100 kW DC) – 0–80% á um 45 mínútum

FlexCargo® – fellanlegt sæti og lúga til að flytja lengri hluti (allt að 4,03 m í L3)

Rúmgott hleðslurými: 5,3–6,6 m³

Burðargeta allt að 926 kg og dráttargeta með hemlum allt að 1.000 kg

Allt að 350 km drægni á íslenskri orku
Opel Vivaro Electric er knúinn 75 kWh drifrafhlöðu sem skilar allt að 350 km drægni samkvæmt WLTP staðli. 
Hraðhleðsla allt að 100 kW
Með 100 kW DC hraðhleðslu næst 5–80% hleðsla á um 45 mínútum. Með 11 kW heimahleðslustýringu tekur full hleðsla um 7 klst. og 30 mínútur. 
Þrjár akstursstillingar
Vivaro Electric býður þrjár aksturstillingar sem henta mismunandi þörfum: Eco – sparnaður og orkunýtni, Normal – blandaður akstur, Power – aukin afköst þegar mest reynir á. 
Lægri rekstrarkostnaður og hreinni orka
Með rafmagn sem orkugjafa lækkar rekstrarkostnaður til lengri tíma. Rafbílaakstur minnkar einnig útblástur og styður við orkuskipti í íslensku atvinnulífi. 
 7 ára ábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu
Allir nýir Opel bílar hjá Brimborg njóta 7 ára ábyrgðar og 8 ára ábyrgðar á drifrafhlöðu eða allt að 160.000 km, að því gefnu að bíllinn sé keyptur hjá Brimborg, sem tryggir öryggi og hugarró í rekstri. 
Taktu þátt í orkuskiptunum með Opel 
Brimborg einfaldar innleiðingu á rafvæddum bílaflota. Við bjóðum græna fjármögnun, uppítöku á eldri bílum og sérkjör í hraðhleðsluneti Brimborgar.