Fara Beint Í Efni

Fyrirtækjalausnir Opel og Brimborgar

Við auðveldum orkuskipti fyrirtækja

Rafsendibíllinn, hleðslustöðin og uppsetningin í einum pakka


Nú býður Opel ásamt Brimborg öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum heildstæða ráðgjöf í orkuskiptum bílaflota sem auðveldar og einfaldar ákvörðunartöku.
 

1.        Rafknúnir atvinnubílar í prufuafnot í 3 daga til að meta aksturs- og hleðsluþörf.

2.       Ráðgjöf um kaup hleðslustöðva, hönnun, uppsetningu og aðgangsstýringu.

3.       Tilboð í kaup og fjármögnun hleðslustöðva og kaup eða langtímaleigu bíla.

 

Orkuskiptalausn Brimborgar auðveldar orkuskipti fyrirtækja
Þegar fyrirtæki ákveða að orkuskipta bílaflotanum er að mörgu að hyggja. Hver er rétti bíllinn og dagleg akstursþörf hvers ökutækis í flota fyrirtækisins? Dugar að hlaða yfir nótt eða þarf að skjóta hleðslu inn á bílana t.d. í hádegishléi? Hversu margar hleðslustöðvar þarf á starfsstöðvar fyrirtækisins og þarf jafnvel að koma upp hleðslustöðvum við heimili starfsmanna? Eru minni AC hleðslustöðvar nægjanlegar eða þarf að setja upp DC hraðhleðslu á starfsstöð? Á að bjóða viðskiptavinum fyrirtækisins aðgang að hleðslustöðvunum gegn gjaldi og jafnvel almenningi?

 

Styrkur frá Orkusjóði
Fyrirtæki sem kaupa rafmagnssendibíl á rauðum númeraplötum geta innskattað 24% virðisaukaskatt af kaupverðinu og sótt að auki um 500.000 kr. styrk frá Orkusjóði ásamt því að innskatta allan rekstrarkostnað sendibílsins. Styrkurinn nýtist líka í langtímaleigu hjá Brimborg á sendibílum á rauðum númerum og geta fyrirtæki á sama hátt innskattað leigugreiðslur og rekstrarkostnað kjósi þau heldur bíla í langtímaleigu. 


Fyrirtæki fá 900.000 kr. styrk af rafmagns fólksbílum. En rétt er að vekja athygli á að fólksbíla er ekki hægt að innskatta við kaup eða leigu.

 

Tilboð í heildarkostnaðinn á einum stað
Til þess að mæta þessari þörf um ráðgjöf og faglega þekkingu til orkuskipta hjá fyrirtækjum hafa Opel og Brimborg þróað Orkuskiptalausn Brimborgar. Um er að ræða nýja þjónustuleið fyrir fyrirtæki. Lausnin felst í þriggja daga prufuakstri rafbíla, ráðgjöf og tilboð í kaup hleðslustöðva, hönnun, uppsetningu, aðgangsstýringu og rekstur ásamt tilboði í kaup eða langtímaleigu.

 

Brimborg er ekki einungis bílaumboð í fararbroddi í sölu rafknúinna ökutækja af öllum stærðum og gerðum heldur einnig rafmagnssali og rekstraraðili hraðhleðslustöðva sem eru opnar öllum rafbílanotendum. Umboðið hefur þegar sett upp vel á fjórða tug minni AC hleðslustöðva á starfsstöðvum sínum en einnig opnað DC hraðhleðslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu við Jafnasel, Hádegismóa og Bíldshöfða í Reykjavík. Þannig hefur Brimborg byggt upp sérfræðiþekkingu á sviði hleðslulausna fyrir rafbíla til þess meðal annars að miðla þeirri þekkingu áfram til sinna viðskiptavina.

 

Ávinningur af orkuskiptum bílaflota fyrirtækja í rafmagn
Ávinningur fyrirtækja af því að orkuskipta bílaflotanum í rafmagn er fjölþættur og má annars vegar skipta upp í beinan ávinning í rekstri fyrirtækisins vegna hagkvæmari reksturs bílaflotans og hins vegar í samfélagslegan ávinning.

 

Beinn ávinningur fyrirtækis af orkuskiptum

·         Með hleðslu á starfsstöð sparast tími og orkuverð er lægra og stöðugra sem lækkar rekstrarkostnað. Orkunýtni rafbíla er einstök vegna hagkvæmni rafmagnsmótora.

·         Vinnuumhverfi fyrir bílstjóra er betra vegna minni hávaða og titrings og einnig er hægt er að nýta bílana betur í þéttbýli kvölds og morgna vegna minni hávaða.

·         Koltvísýringslosun frá fyrirtækinu minnkar og enginn mengun stafar frá bílunum vegna jarðefnaeldsneytis eða smurolíu sem hjálpar sjálfbærnimarkmiðum fyrirtækisins.

·         Neytendur og önnur fyrirtæki velja það í auknum mæli að eiga viðskipti við fyrirtæki sem leggja sitt af mörkum til umhverfismála og vel merktur rafbíll eru einstaklega jákvæð skilaboð til samfélagsins.

 

Samfélagslegur ávinningur af orkuskiptum

·         Ísland færist nær því að ná markmiðum sínum um samdrátt í koltvísýringslosun.

·         Loftgæði verða betri vegna minni sót- og NOx mengunar.

·         Orkuöryggi og orkusjálfstæði allra Íslendinga styrkist.

·         Nýtni raforku á Íslandi og dreifikerfis raforku batnar.

·         Ímynd Íslands sem land endurnýjanlegrar orku og hreins lofts styrkist.

 

Bókaðu ráðgjöf með því að fylla út fyrirspurnarformið hér að neðan.

 

Heildstæðar lausnir fyrir öll fyrirtæki

Opel býður til kaups nýja og notaða fólksbíla og atvinnubíla með allt að 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ár á drifrafhlöðu. Í samstarfi við Thrifty bílaleigu býður Brimborg úrval nýrra og notaðra bíla til leigu í lengri eða skemmri tíma til fyrirtækja.

 

  • Nýir og notaðir bílar
  • Bílaleiga
  • Langtímaleiga
  • Sendibílaleiga
  • Skammtímaleiga
  • Rekstrarleiga

 

Fólksbílar 

Rafmagnaðir fólksbílar með 7 ára ábyrgð og 8 ár á rafhlöðu. Skoðaðu úrvalið hér.

 

Atvinnubílar

Atvinnubílar fást í miklu úrvali hjá Opel. Sendibílarnir eru frá 4,403-5,309 að lengd og rúmmál hleðslurýmis frá 3,3 – 6,1. Skoðaðu úrvalið hér.

 

Langtímaleiga

Langtímaleiga á bíl er heppilegur kostur fyrir fyrirtæki því þá er ekkert bundið fjármagn í bíl og engin endursöluáhætta. Við bjóðum fjölbreytt úrval bíla í langtímaleigu á hagstæðu verði. Langtímaleiga í 12-36 mánuði í senn. Greitt er mánaðarlegt gjald og öll þjónusta er innifalin í mánaðarlegu gjaldi. Smelltu hér til að skoða langtímaleigu á bíl.


Bílaleiga Brimborgar

Bílaleiga er hluti af Fyrirtækjalausnum Brimborgar en Brimborg er leyfishafi Thrifty á Íslandi. Í samstarfi við Thrifty býður Brimborg úrval notaðra Opel fólksbíla og sendibíla til leigu í lengri eða skemmri tíma á hagstæðu verði. Smelltu hér til að skoða úrval notaðra bíla í bílaleigu Brimborgar.

 

Rekstrarleiga

Fyrirtækjalausnir Brimborgar bjóða rekstrarleigu á nýjum bílum til fyrirtækja í samstarfi við fjármögnunarfyrirtæki.


Þjónusta

Öflugt vöru- og þjónustuframboð Brimborgar gerir það að verkum að fyrirtæki geta fengið heildarlausn í bílamálum á einum stað. Viðurkennd umboðsverkstæði Brimborgar, þjónustuverkstæði Vélalands og hraðþjónustustöðvar MAX1 ásamt þjónustuverkstæðum um land allt sjá um þjónustuna.
 

  • Hraðþjónusta
  • Viðhald
  • Dekk
  • Skoðanir
     

Brimborg leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu þar sem hraði, hagkvæmni og þægindi eru í fyrirrúmi svo tryggt sé að bíllinn sé alltaf til þjónustu reiðubúin.

Sendu fyrirspurn
Hafðu beint samband við sérfræðinga Fyrirtækjalausna Brimborgar í síma eða með tölvupósti.  
Fylltu út formið
515 7000
Hringdu í síma 5157000 og þjónustuborð gefur þér beint samband við Opel sérfræðing. 
Netspjall

Þú finnur netspjall á Facebooksíðu Opel. Þjónustuborð svarar erindi annaðhvort strax eða gefur beint samband við sérfræðing Fyrirtækjalausna.