Nýr Opel Combo Electric
Nýi Opel Combo Electric, sem við bjóðum í sérstakri Nordic Edition útfærslu með varmadælu, er fulltrúi þess besta sem rafknúinn sendibílafloti Opel hefur að bjóða. Opel Combo Electric sameinar hagnýtt 3,9 m³ hleðslurými og sveigjanlegar lausnir eins og FlexCargo® kerfið sem gera hann að áreiðanlegum vinnufélaga í krefjandi daglegu starfi.
343 km
Hámarksdrægni, háð þyngd farms o.fl.
3,9 m3
Hleðslurými
3,4 m
Hámarkslengd farms
Þýsk gæði fyrir íslenskar aðstæður
Opel Combo Electric er byggður á traustum grunni þýskrar verkfræði þar sem gæði og ending eru í forgangi.
Með Nordic Edition fær bíllinn aukna sérstöðu sem hentar íslenskum aðstæðum. Þar skiptir varmadælan sköpum með því að bæta drægni og orkunýtni í köldu veðri, á sama tíma og hún tryggir þægilegan hita í ökumannsrými. Upphitað bílstjórasæti og hiti í framrúðu gera daglegan akstur enn þægilegri, jafnvel í miklum vetrarhörkum.
Þannig sameinar Opel Combo Electric þýsk gæði og hagnýta lausn sem gerir hann að sjálfsögðu vali fyrir fólk sem vill vinnufélaga sem stenst kröfur íslensks atvinnulífs.