Fara Beint Í Efni
Yfirsýn

Ítarefni um raf- og tengiltvinnbíla

Hér getur þú lesið ítarefni um raf- og tengiltvinnbíla hjá Brimborg.

 

 

Hleðslustöðvar og hleðsluhraði

Hleðslustöðvar og hleðsluhraði er eitt af því sem þarf að huga að þegar kaupa á rafbíl. Ráðgjafar Brimborgar veita ítarlega ráðgjöf við fyrstu skrefin en hér er stutt yfirlit yfir hvað huga þarf að. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og lestu ítarefni um hleðslustöðvar og hleðsluhraða.

 

 
Hleðslustöðvar og hleðsluhraði
Hvað kostar að setja upp hleðslustöð?
Margir spyrja sig hvað kostar að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla og tengiltvinn rafbíla? Við svörum því í þessari stuttu grein en aldrei hefur verið eins einfalt að setja upp hleðslustöð en nú. Mjög mikið úrval hleðslustöðva fyrir heimili og vinnustaði er í boði á markaðnum í dag og fjöldi rafvirkja sem bjóða þjónustu sína við uppsetningu hleðslustöðva. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að lesa ítarefni um hvað kostar að setja upp hleðslustöð. 
Hvað kostar að setja upp hleðslustöð?
Rafbíll - verð og ívilnanir
Verð rafbíla og tengiltvinn rafbíla er misjafnt eins og bílarnir eru margir en Brimborg býður þá í miklu úrvali, í mörgum verðflokkum og með ríkulegum búnaði. Rafbílar, bæði hreinir og tengiltvinn njóta ívilnunar (skattalækkunar) sem lækkar verð þeirra til bílkaupenda en þessar ívilnanir eru háðar gildistíma og ákveðnum fjöldakvóta. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og lestu ítarefni um verð og ívilnanir rafbíla. 
Rafbíll - verð og ívilnanir
Drægni og áhrif ytri aðstæðna
Drægni rafbíla og tengiltvinn rafbíla á rafmagni er mikilvægur þáttur við val á rafbíl. Þar skiptir m.a. stærð drifrafhlöðu máli og nýtni rafvélarinnar en margir aðrir þættir skipta einnig máli. Drægni bíla sem seldir eru í Evrópu (á EES svæðinu) er reiknuð og gefinn upp skv. WLTP staðli og því er hægt að bera saman drægni mismunandi bíla m.v. sömu forsendur. Raunveruleg drægni fer síðan eftir mörgum ytri þáttum eins og hitastigi, vindi, ástandi vega, aksturslagi, o.s.frv. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og lestu ítarefni um drægni og áhrif ytri aðstæðna. 
Drægni og áhrif ytri aðstæðna
Hvað kostar að hlaða rafbíl?

Margir velta fyrir sér hvað kosti að hlaða rafbíl eða tengiltvinn rafbíl og hvað þannig bílar nota af rafmagni. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og lestu ítarefni um hvað kostar að hlaða rafbíl.

 

 

 
Hvað kostar að hlaða rafbíl?