Fara Beint Í Efni
Eiginleikar

Tvær lengdir: L2 og L3, rúmar auðveldlega þrjú vörubretti

Tvær lengdir
Vivaro Electric er í boði í tveimur lengdum, L2 og L3. Hleðslurýmið er 5,3–6,1 m³ og stækkar í 5,8–6,6 m³ með FlexCargo®. Með því er hægt að flytja hluti sem eru allt að 4,03 metrar að lengd. 
Rennihurðir og aðgengi
Rennihurð á hægri hlið er staðalbúnaður og auðveldar aðgengi að hleðslurýminu. Hægt er að fá rennihurð á vinstri hlið sem aukabúnað. Afturhurðir opnast 180° og gera lestun og losun skilvirkari. 
Góð vinnuaðstaða
Vivaro Electric býður upp á þriggja sæta framsæti. Ökumannssætið er með armpúða og milli farþegarýmis og hleðslurýmis er heilt skilrúm. FlexCargo® gerir farþegasætið að hluta af hleðslurýminu þannig að lengri farmur nýtist betur. 

Hleðslurými  með FlexCargo® sem rúmar auðveldlega þrjú vörubretti

FlexCargo®
FlexCargo® lausnin eykur nýtingu hleðslurýmis með því að gera hluta af farþegarýminu að hluta af farmrýminu. Þannig er hægt að flytja lengri hluti og nýta rýmið til fulls í daglegum verkefnum. 
Burðargeta
Vivaro Electric hefur burðargetu allt að 926 kg. Dráttargeta með hemlum er allt að 1.000 kg, sem tryggir að bíllinn ræður vel við fjölbreytt verkefni í daglegum rekstri. 

Notendavænt innra rými

Notendavænt innra rými
Framrýmið býður upp á fjölbreytt geymsluhólf, Bluetooth tengingu, DAB útvarp og 5" snertiskjá. Loftkæling eykur þægindi og vinnuumhverfið er hannað til að styðja við akstur allan daginn. 
Ökumannssæti með armpúða
Opel Vivaro Electric er með ökumannssæti sem býður upp á aukin þægindi með stillanlegum armpúða. Það gerir lengri akstursferðir afslappaðri og vinnudaginn léttari. 
Geymslupláss
Innra rýmið er hannað með hagnýtar lausnir í huga. Handhæg hirsla í mælaborði, hurðarvösum og öðrum geymsluhólfum tryggir að allt hefur sinn stað. Þannig verður rýmið plássmikið, snyrtilegt og notendavænt í daglegum akstri. 
Hleðsla og hleðslutími
Upplýsingar um hleðslu og hleðslutíma

Opel Vivaro Electric er knúinn 100% rafmagni og býður fjölbreyttar hleðslulausnir heima, í vinnu eða á ferðinni.

 

Bíllinn er með 11 kW þriggja fasa innbyggða hleðslustýringu. Með henni tekur full hleðsla um 7 klukkustundir og 30 mínútur. Með venjulegri 7,4 kW eins fasa hleðslustýringu tekur það um 11 klukkustundir. Heimahleðslustöð er skilvirkasta leiðin til að hlaða rafbíl.

 

Vivaro Electric styður 100 kW DC hraðhleðslu þar sem hægt er að ná 5–80% hleðslu á um 45 mínútum. Þannig er auðvelt að bæta við drægni í stuttum stoppum yfir daginn, hvort sem er í borginni eða um land allt.

 

Sérfræðingar mæla með uppsetningu heimahleðslustöðvar fyrir daglega hleðslu. Opel eigendur njóta auk þess sérkjara í hraðhleðsluneti Brimborgar.

 

Þýsk gæði með 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu

Þýsk gæði Opel rafmagnssendibíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda. Tryggðu þér þýsk gæði Opel!