Fara Beint Í Efni
Yfirsýn

Mokka Electric

Spennandi orka!

 

Djarfur og smart 100% rafbíll. Með dirfsku í hönnun, nýjustu tækni og mögnuðum aksturseiginleikum gefur Mokka Electric frá sér spennandi orku. Takmarkað magn af Mokka Electric á afmælistilboði í júní. Tilboðsverð frá 5.350.000 kr. með rafbílastyrk

 

Allt að 406 km 
drægni á rafmagni
30 mín.
hraðhleðsla upp að 80%
260 Nm
togkraftur


Töfrandi frá öllum sjónarhornum

Frá hinum einkennandi Opel Vizor framenda til vandaðra LED afturljósanna er Mokka Electric frábrugðin og töfrandi.

Sjáðu Mokka Electric í þínum uppáhaldslit

Skoðaðu innrarýmið

Eiginleikar og kostir Mokka Electric

Djörf og stílhrein hönnun

Skerðu þig úr fjöldanum

Vektu eftirtekt á Opel Mokka Electric. Djörf og stílhrein hönnun sem gefur frá sér spennandi orku. Þú ferðast sannarlega með stíl á Opel Mokka Electric.

 

Kraftmikill rafakstur

Gefðu gleðinni inn
Það hefur aldrei verið auðveldara að skipta yfir í rafmagnsbíl. Opel Mokka Electric býður upp á mikla drægni, einstaka hröðun sem einkennir rafbíla, hraða hleðslu, grípandi aksturseiginleika og val um akstursstillingar eftir aðstæðum. Opel Mokka Electric gerir aksturinn skemmtilegan.

Öryggi og tækni

Snjallari akstur
Frá snjöllum framljósum til fullkomlega stafræns Pure Panel mælaborðs býður Opel Mokka Electric upp á úrval af snjöllum eiginleikum og tækni sem er hönnuð til að gera aksturinn auðveldan, öruggan og skemmtilegan.

Spennandi innrarými

Þægindi sem endurnæra þig
Opel Mokka Electric er rúmgóður bíll með snjöllum lausnum og hágæða valkostum á borð við nudd í ökumannssæti og hita í sætum. Markmiðið með hönnun Mokka Electric er að þú snúir til baka úr hverri ökuferð endurhlaðinn af orku.

Stafrænar tengingar

Vertu í góðu sambandi
Vertu vel tengdur með Opel Mokka Electric. Bíllinn býður upp á frábærar stafrænar tengingar, afþreyingarkerfi og margmiðlunarskjá með margskonar eiginleikum. Það er margt spennandi til að uppgötva í Mokka Electric!

Hleðslustöðvar, uppsetning og sérkjör í hraðhleðslu

Hleðslulausnir Opel á Íslandi
Það er einfalt að skipta yfir í rafbíl. Opel eigendur sem kaupa sinn bíl hjá Brimborg býðst hleðslustöð og uppsetning, heima eða í vinnu, á góðu verði ásamt hagstæðum sérkjörum á hraðhleðslu í hraðhleðsluneti hjá Brimborg Bílorku. Kynntu þér málið!

Fáanlegur í þremur útfærslum

 

 • Miðstöð með varmadælu, eykur drægni og virkni miðstöðvar
 • Fjarstýrð forhitun, stýrð með MyOpel appi. SOS neyðartakki í lofti. Hringir sjálfvirkt í 112 og gefur t.a.m. upp GPS staðsetningu í alvarlegum árekstri.
 • Sjálfvirk miðstöð með loftkælingu
 • Bakkmyndavél 180° Visiopark
 • Nálægðarskynjari að aftan
 • 17“ álfelgur 215/60 R17
 • Króm útlitspakki
 • Hraðastillir (Cruise Control) með hraðatakmarkara (Speed Limiter)
 • Rafdrifnar rúður að framan og að aftan
 • Öryggisloftpúðar að framan og í hliðum framsæta
 • Loftpúðagardínur að framan og aftan
Búnaður umfram Elegance útfærslu:
 
 • GS útlit. Ekkert króm
 • 17“ Álfelgur svartar 215/60R17
 • Black Pack útlit
 • Skyggðar rúður að aftan
 • Álpedalar
Búnaður umfram GS útfærslu:
 
 • Króm útlitspakki
 • 10“ HD margmiðlunarskjár
 • Bílstjórasæti með rafdrifinni mjóhryggsstillingu og nuddkerfi
 • Miðstöð með tímastillingu og forhitun í skjá
 • Alcantara „Jet Black“ áklæði á sætum
 • Nálægðarskynjari að framan og aftan
 • Fjarlægðarstillanlegur hraðastillir með Stop&Go
 • Raffellanlegir hliðarspeglar
 • Blindpunktsaðvörun
 • Veglínuskynjun með hjálparstýringu (Lane Positioning Assist)
 • Lyklalaust aðgengi
 • Árekstrarviðvörun að framan með sjálfvirkri neyðarhemlun og greiningu gangandi og hjólandi vegfarenda

Verð, búnaður og tækniupplýsingar
Smelltu á hnappinn og sjáðu allar upplýsingar í verðlista.

Hleðslustöð og uppsetning

Verð og upplýsingar um hleðslustöð heim eða í vinnu á hagstæðu verði. Smelltu og kynntu þér málið!

Sérkjör í hraðhleðslu

Viðskiptavinum Opel á Íslandi bjóðast sérkjör á hraðhleðslustöðvum Brimborgar bílorku í gegnum e1 appið.

Fyrirtækjalausnir

Opel og Brimborg bjóða öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum heildstæða ráðgjöf í orkuskiptunum. Smelltu og kynntu þér málið!