Fara Beint Í Efni
Yfirsýn

Nýr Frontera Electric

Ný orka á veginum!

 

 

Nýi Frontera Electric er hannaður frá grunni til að gefa þér nýja upplifun á bak við stýrið. Djörf hönnunin vekur athygli, rúmgóð innréttingin er undirbúin fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða og 100% hreina orkan tryggir að hver ferð verði hressandi!


Finndu orkuna

Þú átt eftir að elska nýja Frontera. Hvers vegna? Vegna þess að hann veitir þér aukið frelsi. Nýi Frontera er hannaður til að bjóða þér upp á allt sem máli skiptir. Flott útlit? Mikið pláss? Rafbíll? Já, já, já og meira til! Hvað þýðir það fyrir þig? Hressandi akstur sem fær þig til að brosa, og bíll sem mætir öllum þínum þörfum!

Hressandi stíll

Allt sem máli skiptir

Finndu drifkraftinn

100% rafmagn

Að skipta yfir í rafbíl er einfalt og spennandi! Uppgötvaðu hvernig er að vera undir stýri á Frontera rafbíl og lærðu meira um hleðsluhemlun, aksturslag og akstursstillingar. 

Viltu vita meira?
Djörf hönnun
Nýi Frontera er einstakur frá hverju sjónarhorni. Djörf form og hagnýtt notagildi í nýja Frontera endurspeglast í IntelliLED® aðalljósunum, krómlausri Opel Vizor hönnunarlínu, tveggja lita ytra byrði og sérstökum Aero felgum. Hann er fáanlegur í sex hressandi litum og með hvítu eða svörtu tveggja lita þaki. Sama hvaða lit þú velur, þá mun sjálfsöruggur og rafmagnaður stíll nýja Frontera vekja athygli! 
Skoðaðu meira
Rými til að hlaða batteríin
Stígðu inn í hressandi farþegarými, hannað með þægindi, rými og fjölhæfni í huga, sem er auðvitað fullkomið fyrir amstur hversdagsins. Þegar þú sest inn taka á móti þér þægileg Intelliseat sæti úr sjálfbærum efnum, leiðandi Pure Panel upplýsingakerfi sem birtir upplýsingar á skýran og einfaldan hátt og snjallar lausnir til að geyma og hlaða allt að fimm snjalltæki samtímis. Stígðu aftur í og uppgötvaðu allt það pláss og sveigjanleika sem þú gætir nokkurn tíma þurft – þar á meðal 60:40 skiptanlegt aftursæti og allt að 1.600 lítra farangursrými sem auðveldar flutning á stærri hlutum. Hvert sem ferðinni er heitið, tryggir nýi Frontera hressandi ferðalag! 
Skoðaðu meira
Fullkomnari öryggisbúnaður
Nýi Frontera er ekki aðeins nýstárlegur í hönnun heldur einnig með tilliti til snjalla öryggisbúnaðarins. Snjöll aksturskerfi eins og árekstrarviðvörun, umferðarskiltaaðstoð fyrir hraða (Traffic Sign Recognition), akreinavari og ökumannsvaki sem varar við þreytu (Drivers Attention), eru hönnuð til að gera aksturinn öruggari, auðveldari og endurnærandi. 
Skoðaðu meira
Snuðrulaus tenging
Sestu undir stýrið og upplifðu umhverfi án óþarfa truflunar, sem er fullt af tengimöguleikum. Frontera rafbíllinn er með þráðlausri hleðslu fyrir snjallsímann þinn og gerir þér kleift að varpa honum óaðfinnanlega og þráðlaust á 10 tommu Pure Panel skjá með Apple CarPlay® eða Android Auto™. Valfrjálst leiðsögukerfi sýnir þér alltaf bestu leiðina á áfangastað á meðan OpelConnect þjónustan býður upp á tengingu og nútímalegar nýjungar sem auka öryggi og tryggja spennandi og skilvirka ferð með nýja Frontera. 
Skoðaðu meira

Sjáðu Frontera í þínum uppáhaldslit

 


Nýr Frontera GS

Frontera GS

 

Verð frá 3.990.000 kr. með rafbílastyrk

Skoðaðu vefsýningarsalinn