Fara Beint Í Efni
Opel varahlutir

Opel varahlutir

Vantar þig varahluti?

Opel varahlutir hjá Brimborg eru upprunalegir frá framleiðanda og á mjög hagkvæmu verði. Þeir eru framleiddir samkvæmt ströngustu gæðakröfum. Upprunalegir Opel varahlutir tryggja að bíllinn þinn haldi sínum góðu eiginleikum. Réttur varahlutur er lykilatriði í viðgerðum, sparar sporin, tryggir hámarksgæði og að viðgerðin gangi hraðar fyrir sig.

 

Opel bílar eru framleiddir af Stellantis group, einum stærsta bílaframleiðanda Evrópu. Varahlutir á lager í úrvali tryggir hátt þjónustustig hjá Brimborg. Fyrirtækið notar öflugt upplýsingatæknikerfi til að tryggja að réttu varahlutirnir séu pantaðir á lager í samræmi við eftirspurn.

 

Pantanir varahluta og fyrirspurnir er hægt að senda í gegnum vefinn með því að smella hér. Einnig er hægt að sérpanta varahluti sem ekki eru til á lager. 

 

Ábyrgð varahluta er kappsmál hjá Brimborg sem leggur mikla áherslu á að bjóða aðeins varahluti til sölu sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Komi í ljós galli í varahlut sem Brimborg hefur selt eða sem Brimborg hefur notað við viðgerð á einhverjum verkstæða sinna verður hann að sjálfsögðu bættur að fullu skv. skilmálum.