Opel Combo Van
Dísilsendibíll
Opel Combo Van dísilsendibíll
Opel Combo Van er praktískur dísilsendibíll sem hentar daglegum verkefnum, stórum sem smáum. Hann er lipur í umferðinni, með þægilegt innra rými og gott aðgengi að hleðslurými. Þýsk gæði tryggja öryggi, endingu og áreiðanleika.
3,44 m
Lengd hleðslurýmis með FlexCargo
3,9 m3
Rúmmál hleðslurýmis allt að
1350 kg
Dráttargeta geta allt að
Veldu þýsk gæði!
Þýsk gæði Opel sendibíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir. Tryggðu þér þýsk gæði Opel!
Taktu þátt í orkuskiptunum með Opel
Opel Combo er einnig fáanlegur í rafmagnsútfærslu með allt að 343 km drægni skv. WLTP. Snögg hraðhleðsla í 100 kW hraðhleðslustöð gerir þér kleift að hlaða frá 5-80% á allt að 30 mínútum.
Veldu stærð sem hentar þínum þörfum
Combo Van er fáanlegur í tveimur lengdum.
L1 er með 3,3 m³ hleðslurými og 1.817 mm hleðslulengd.
L2 er með 3,9 m³ hleðslurými og 2.167 mm hleðslulengd.
Með FlexCargo® má stækka hleðslurýmið í 3,09 m í L1 og 3,44 m í L2.
Hleðslurými með FlexCargo innréttingu
FlexCargo® gerir mögulegt að fella niður farþegasæti og opna lúgu í skilrúmi. Þannig má flytja hluti sem eru allt að 3,44 m að lengd í L2, án þess að fórna öryggi eða þægindum í farþegarýminu.
Góð vinnuaðstaða
Opel Combo er fáanlegur með þremur sætum. Miðjusætið er niðurfellanlegt með borði svo að þú getur auðveldan máta breytt því í vinnuaðstöðu.
Ríkulegur öryggisbúnaður
Opel Combo sendibíll er með ríkulegum öryggisbúnaði og má þar helst nefna: öryggispúða fyrir ökumann og farþega að framan og í hliðum sæta og loftpúðagardínur, hraðastilli, ökumannsvaka, veglínuskynjum með hjálparstýringu, snjallhemlun og háaljósuaðstoð o.fl.
Burðar- og dráttargeta
Opel Combo er með framúrskarandi burðar- og dráttargetu auk þess að vera fáanlegur í tveimur lengdum.
Skoðaðu úrvalið í vefsýningarsal
Veldu Opel Combo sem hentar þínum þörfum. Þú sérð úrvalið á lager og í pöntun í vefsýningarsal Brimborgar með því að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.