Fara Beint Í Efni
Fara Beint Í Efni
Eiginleikar

Kynntu þér eiginleika Opel Combo

Tvær lengdir; L1 og L2, rúmar tvö vörubretti

Tvær lengdir;  l1 og l2
Combo sendibíll er fáanlegur í tveimur lengdum; L1 og L2. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 3,9 m3. 
 
Rúmar auðveldlega tvö vörubretti 
Combo sendibíll er hábyggður og er því með þægilega hleðsluhæð sem auðveldar lestun og affermingu. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 3,9 m3 og rúmar því auðveldlega tvö vörubretti. 
Allt að 843 kg burðargeta
Burðargeta Combo er allt að 843 kg.  
Fáanlegur með flex cargo innréttingu 

Combo er fáanlegur með Flex Cargo  innréttingu sem er með fellanlegu farþegasæti og opnanlegri lúgu á þili er auðveldlega hægt að flytja allt að 3,44 m langa hluti. 

 

 
Hilla fyrir ofan ökumann og farþega
Í Enjoy útfærslu er hilla fyrir ofan ökumann og farþega. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af geymsluplássi í Combo sendibíl. 
Veldu þinn Opel sem hentar þínum þörfum
Tvö sæti eða þrjú sæti  

Combo sendibíll er fáanlegur tveggja eða þriggja sæta. Miðjusætið í þriggja sæta Combo er með niðurfellanlegu borði svo að þú getur breytt sætinu í skrifstofu á einu augabragði.

 

 
Fáanlegur með rennihurð á báðum hliðum

Opel leggur mikla áherslu á fyrirtaks vinnuaðstöðu með góðu aðgengi og hámarks nýtingu. Combo sendibíll er með hægri rennihurð sem staðalbúnað og vinstri rennihurð er fáanleg fyrir enn betra aðgengi að farminum. Combo er með heilu þili milli hleðslu- og farþegarýmis.

 

 
Tvískipt afturhurð með 180° opnun 
Afturhurðinar eru með 90 eða 180 gráðu opnun með lokunarvörn sem gera það að verkum að hleðsla og afferming er sérlega auðveld t.d þegar hlaða á bílinn með lyftara.  

Tvær búnaðarútfærslur

 

Fáanlegur í tveimur útfærslum 

Combo sendibíll er fáanlegur í tveimur búnaðarúfærslum; Essentia og Enjoy. Með ríkulegum staðalbúnaði og fjölbreyttum valbúnaði getur þú auðveldlega valið Combo með þeim búnaði sem hentar þínum þörfum.

 

 
Þægilegt innra rými

Combo sendibíll er með þægilegu innra rými með Bluetooth tengingu fyrir snjallsíma, og fáanlegur með hækkanlegu bílstjórasæti með armpúða og mjóhryggsstillingu.

 

 
Margverðlaunaðar og sparneytnar vélar
Margverðlaunaðar og sparneytnar vélar

Combo sendibíll er búinn nýjustu kynslóð sparneytinna PureTech bensín- og BlueHdi dísilvéla sem allar eru búnar forþjöppu (Turbo).

PureTech Turbo bensínvélarnar eru margverðlaunaðar og hafa t..a.m margsinnis verið valdar "Engine Of The Year" af virtum fagtímaritum.

Sparneytin bensínvélin eyðir frá 4,5/100 km og sparneytin dísilvélin frá 4,1/100 km í blönduðum akstri skv. WLTP mæligildi.

Combo er einnig fáanlegur sem rafsendibíll knúinn 100% rafmagni.

 

 
Ríkulegur öryggisbúnaður
Sjálfvirk neyðarhemlun 
Combo sendibíll er fáanlegur með sjálfvirkri neyðarhemlun ( Active City Break) sem greinir t.a.m bíla, hjól og gangandi vegfarendur í allt að 200 m fjarlægð. Combo sendibíll getur þannig brugðist við ófyrirsjáanlegum aðstæðum skjótar en ökumaðurinn.   
Bakk- og hliðarmyndavélakerfi

Bakk- og hliðarmyndavélakerfið gerir þér kleift að fylgjast betur með umhverfinu til hliðar og á bakvið bílinn jafnvel þó bíllinn sé með gluggalausu hleðslurými. Umhverfið næst bílnum sem oft er í blindu svæði er varpað á skjá með hjálp tveggja myndavéla. Önnur í farþegaspegli og hin aftan á bílnum. Bakkmyndavélin sýnir svæðið næst bakhluta bílsins og sýnir fjarlægðir með línum -1m og 2m ásamt því hvernig aksturstefna bílsins er með tilliti til stöðu stýrisins. Einnig sýnir hún opnunarradíus á afturhurðum til að ökumaður geti áttað sig á hve langt aftur má bakka. 

 

 
Bakkmyndavél með 180° víddarsýn

Combo sendibíll er fáanlegur með bakkmyndavél með 180°víddarsýn sem eykur enn á öryggi við að bakka gluggalausum sendibíl.

 

 
Upphitað stýri og framsæti
Combo er fáanlegur með upphituðu stýri, upphituðum framsætum og hita undir rúðurþurrkum á framrúðu. 
Sjónlínuskjár
Sérstakur í sínu hlutverki, sjáðu mikilvægar upplýsingar eins og hraðaupplýsingar og eyðslu ofl. sem varpað er í sjónlínuskjáinn fyrir ökumanninn í Combo. 
Hraðastillir og stillanlegur hraðatakmarkari
Hraðastillir og stillanlegur hraðatakmarkari er hluti af ríkulegum staðlbúnaði í Combo sendibíl. 
Þýsk gæði með 7 ára ábyrgð á bílnum 

Þýsk gæði Opel sendibíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum.

Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda. 

Tryggðu þér þýsk gæði Opel!