Fara Beint Í Efni
Yfirsýn

Opel Combo-e 100% rafmagnssendibíll

Opel Combo-e 100% er hreinn rafmagnssendibíll með allt að 275 km drægni á hreinu rafmagni skv. WLTP mælingum. Hann hentar einstaklega vel fyrir einyrkja, lítil og stór fyrirtæki sem vilja lækka rekstrarkostnaðinn og draga úr koltvísýringslosun á einfaldan og ódýran hátt.

 

• Allt að 275 km drægni

• Hraðhleðsla (100kw) frá 20% til 80% hleðslu á u.þ.b. 30 mín

• Tvær lengdir; L1 og L2

• Rúmar auðveldlega tvö vörubretti

• 750 kg dráttargeta

• Fáanlegur með rennihurð á báðum hliðum

 

Einfaldaðu rafbílakaupin og láttu okkur sjá um allt, græna fjármögnun og uppítöku á gamla bílnum,
tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu, hvort sem er við kaup eða langtímaleigu.

500.000 króna styrkur frá Orkusjóði í boði 

Hagstæðara verður fyrir fyrirtæki að kaupa eða leigja rafsendibíla árið 2024 með tilkomu nýs rafsendibílastyrks frá Orkusjóði en takmarkaður fjöldi styrkja verður í boði á árinu. Á nýju ári geta fyrirtæki sem kaupa rafsendibíl sótt um 500.000 kr styrk frá Orkusjóði og ef bíllinn er á rauðum númeraplötum, innskattað 24% virðisaukaskatt af kaupverðinu ásamt því að innskatta allan rekstrarkostnað sendibílsins. Kynntu þér málið nánar hjá söluráðgjafa Opel á Íslandi.

 

Þýsk gæði með lengri ábyrgð 

Þýsk gæði Opel sendibíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir. 

 

Tryggðu þér Combo-e rafmagnssendibíl strax í dag!

Allt að 275 km drægni á íslenskri orku
Opel Combo-e rafmagnssendibíll er fáanlegur með 50 kWh drifrafhlöðu með allt 275 km drægni.
 
 7 ára ábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu
Allir Opel bílar eru í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðenda. 
Þrjár akstursstillingar
Opel Combo-e er með þremur aksturstillingum; Eco, Normal og Power sem hafa mismunandi áhrif á drægni.  
Hraðhleðsla allt að 100 kW
Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Opel Vivaro-e rafmagnssendibíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á u.þ.b. 4:45 - 7:30 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð  og þú hleður tóma drifrafhlöðuna á u.þ.b. 32-48 mínútum í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð.  
Fáðu ráðgjöf - Orkuskiptalausnin einfaldar málið
Til þess að mæta þörf um ráðgjöf og faglega þekkingu til orkuskipta hjá fyrirtækjum bjóðum við þeim þjónustuleiðina Orkuskiptalausnina að kostnaðarlausu. Um er að ræða heildarlausn fyrir fyrirtæki sem felst í þriggja daga prufuakstri rafbíla, ráðgjöf og tilboð í kaup hleðslustöðva, hönnun, uppsetningu, aðgangsstýringu og rekstur ásamt tilboði í kaup eða langtímaleigu. Lesa meira