Fara Beint Í Efni
Eiginleikar

Tvær lengdir; L2 og L3, rúmar auðveldlega þrjú vörubretti

Tvær lengdir

Opel Vivaro-e er lipur og snar í snúningum. Hann er fáanlegur í tveimur lengdum L2 og L3 og býður upp á fullkomið jafnvægi á milli hleðslugetu í lengd, burðargetu, rúmmáli og hæð. Hann kemst til að mynda í allar venjulegar bílageymslur og ekki þarf að hafa áhyggjur af of háu þaki. 



 
Rennihurðar á báðum hliðum 
Opel Vivaro-e er fáanlegur með rennihurðum á báðum hliðum. Stórar rennihurðar á hliðum með víðri opnun og lokunarvörn gera það að verkum að hleðsla og afferming er sérlega auðveld og eykur öryggi og afköst notenda.  
Góð vinnuaðstaða
Opel Vivaro-e er fáanlegur með ýmsum staðal- og valbúnaði.Þú getur sérsniðið þinn Vivaro-e rafmagnssendibíl á fjölbreyttan máta allt eftir þörfum þins fyrirtækis. Opel sérfræðingar okkar aðstoða þig við að sníða og panta Vivaro-e rafmagnssendibíl að þínum þörfum. 

Hleðslurými  með flex cargo sem rúmar auðveldlega þrjú vörubretti

Flex cargo

Með hinu einfalda og snjalla FlexCargo® flutningskerfi er unnt að lyfta farþegasætinu og opna lúgu á farangursþilinu. Þannig er auðveldlega hægt að auka hleðslulengd í allt að 3,67m í L2 og fyrir L3 í yfir 4 metra, nánar tiltekið 4,02m. Hleðslurúmmálið eykst að sama skapi í allt að 5,8- 6,6 rúmmetra.

 

 

 
Burðargeta

Öflug burðargeta Opel Vivaro-e er frá 1000 kg í L2 og allt að 1200 kg í L3.  Góð burðargeta er mjög mikilvæg þegar kemur að öryggi og aksturseiginleikum með mikla hleðslu. Vivaro-e rúmar auðveldlega þrjú vörubretti.

 

 

Ríkulegur aukabúnaður

GPS aukabúnaður

Opel Vivaro-e er fáanlegur með GPS leiðsögukerfi sem aukabúnað. Það felst tímasparnaður í því að vera með rétta staðsetningu á korti í bílnum og þurfa ekki að leita að heimilisföngum. Veldu þægindi í Opel sendibíl.

 

 
Fáanlegur með snjallpakka
Vivaro-e kemur með snjallpakka sem inniheldur fjarstýrðra forhitun, sem er stýrð með appi, 7" margmiðlunarskjá, DAB útvarpi, Apple Car Play og Android Auto snjallsímatengingu og SOS neyðarhringikerfi. Neyðarkerfið hringir t.d. sjálfvirkt í neyðarnúmerið 112 í alvarlegum árekstri og gefur upp staðsetningu bíls sem styttir viðbragðstíma hjálparaðila því ekki þarf að geta sér til um staðsetningu slyss.  
180° bakkmyndavél

Bakkmyndavél með 180 gráðu víddarsýn eykur öryggi og auðveldar að leggja í stæði. Að leggja lokuðum sendibíl í stæði hefur aldrei verið jafn auðvelt.

 

 

Notendavænt innra rými

Stillanlegt skrifstofuborð

Með niðurfellanlegu miðjusæti getur þú breytt þínum Vivaro-e í skrifstofu á hjólum með stillanlegu skrifstofuborði fyrir ökumann eða farþega.

 

 

 
Ökumannssæti með armpúða

Opel Vivaro-e rafmagnssendibíll er búinn þægilegu sæti með armpúða fyrir ökumann. Vinnudagurinn er auðveldari þegar vel fer um mann.

 

 
Geymslupláss

Hvert rými er nýtt til hins ítratasta í  Opel Vivaro-e. Handhægar hirslur í mælaborði, hurðarvösum og víðar gera innanrýmið sérlega plássmikið og notendavænt.

 

 

Drægni og áhrifaþættir

Allt að 330 km drægni á 100% hreinu rafmagni
Opel Vivaro-e sendibíll knúinn 100% rafmagni er með 75 kWh drifrafhlöðu. Drægni bílsins skv. WLTP mælingu er framúrskarandi eða allt að 330 km. Opel Vivaro-e er með 11 kW innbyggðri hleðslustýringu. Hér fyrir neðan eru helstu þættir sem hafa áhrif á drægni. 
Hraði

Hraði hefur áhrif á drægni. Orkunotkun er minni á lægri hraða og Opel Vivaro-e er því einstaklega hentugur í  allan daglegan bæjarakstur.

 

 
Aksturslag og akstursskilyrði
Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) eykur drægni og sparar orku. 
Útihitastig, miðstöð og loftkæling
Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs. 
Farþegar og farmur
Farþegar og þyngd farms getur haft áhrif á drægni. 
Hleðsla og hleðslutími
Upplýsingar um hleðslu og hleðslutíma

Opel Vivaro-e sendibíll knúinn 100% hreinn raforku er á einstaklega hagstæðu verði þar sem þú getur hlaðið á auðveldan máta heima, í vinnu eða á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á u.þ.b. 7,5 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð og þú hleður tóma drifrafhlöðuna á u.þ.b. 48 mínútum í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð. Opel Vivaro-e er með 11 kW innbyggðri hleðslustýringu. Opel ábyrgist 70% hleðslugetu drifrafhlöðunnar í 8 ár eða 160.000 km.

 

Hér er hlekkur á helstu upplýsingar um þá þætti sem gott er að hafa í huga varðandi hleðslustöðvar og hleðsluhraða. Hleðslutími getur verið breytilegur af margvíslegum ástæðum t.d. eftir því hvernig tengillinn er, eftir því hversu öflug hleðslustöð er notuð og hversu öflug innbyggð hleðslustýring bílsins er. Einnig hefur hitastig rafhlöðu og útihitastig ásamt álagi hleðslustöðvarinnar áhrif. - Smelltu hér til að lesa meira.

Söluráðgjafar Opel veita alla ráðgjöf um hleðslu og uppsetningu hleðslustöðvar og útvega hleðslustöðvar og uppsetningu ef óskað er. Nánar um hleðslustöðvar og uppsetningu hér  - Smelltu hér til að lesa meira.

 

Sérfræðingar mæla með hleðslu rafbíla með heimahleðslustöðvum. Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til langtimahleðslu.

 

Öflug hleðslustöð heima eða í vinnu

Við mælum með að þú setjir upp hleðslustöð heima fyrir eða í vinnu.. Hleðsluhraði á Opel Combo-e með 50 kWh drifrafhlöðu og eins fasa 7,4 kW heimahleðslustöð er u.þ.b. 7,5 klst eða u.þ.b. 5 klst með þriggja fasa 11 kW heimahleðslustöð. 

 

Hraðhleðsla

Þú hleður 75 kWh drifrafhlöðuna í Opel Vivaro-e á um það bil 48 mínútum í 80% drægni. Hraðhleðslustöðvar er víða að finna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. 

 

* Hleðslutími getur verið breytilegur eftir hitastigi rafhlöðu og útihitastigi ásamt álagi hleðslustöðvarinnar. Söluráðgjafi Opel veitir þér ráðgjöf um heimahleðslustöðvar.

 


Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um allt sem viðkemur rafbílum. Smelltu á hnappana hér fyrir neðan og kynntu þér málið.

 

Þýsk gæði með 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu

Þýsk gæði Opel rafmagnssendibíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda. Tryggðu þér þýsk gæði Opel!

Tryggðu þér Vivaro-e rafmagnssendibíl strax í dag!