Fara Beint Í Efni
Eiginleikar

Kynntu þér eiginleika Opel Vivaro

Tvær lengdir; L2 og L3

Tvær lengdir
Opel Vivaro er lipur og snar í snúningum. Hann er fáanlegur í tveimur lengdum L2 og L3 og býður upp á fullkomið jafnvægi á milli hleðslugetu í lengd, burðargetu, rúmmáli og hæð. Hann kemst t..a.m í allar venjulegar bílageymslur og ekki þarf að hafa áhyggjur af of háu þaki.
 
Afturhurðir með 180 gráðu opnun
Afturhurðirnar eru opnanlegar í 90 eða 180 gráður og með lokunarvörn. Hleðsla og afferming er sérlega auðveld t.d þegar hlaða eða afferma á bílinn með lyftara því hægt er að keyra lyftarann alveg að bílnum. 
Þitt besta verkfæri
Góður sendibíll er líklega þitt besta verkfæri. Vivaro er fáanlegur með ýmsum staðal- og valbúnaði. Þannig getur þú sérsniðið þinn Vivaro að þínum þörfum á fjölbreyttan máta. Opel sérfræðingar okkar aðstoða þig að sníða Vivaro að þínum þörfum. 

Hleðslurými  með flex cargo sem rúmar auðveldlega þrjú vörubretti

Flex cargo

Með hinu einfalda og snjalla FlexCargo® flutningskerfi er unnt að lyfta farþegasætinu og opna lúgu á farangursþilinu. Þannig er auðveldlega hægt að auka hleðslulengd í allt að 3,67m í L2 og fyrir L3 í yfir 4 metra, nánar tiltekið 4,02m. Hleðslurúmmálið eykst að sama skapi í allt að 5,8- 6,6 rúmmetra.

 

 

 
Burðargeta

Öflug burðargeta Vivaro er frá 1000 kg í L2 og allt að 1200 kg í L3.  Góð burðargeta er mjög mikilvæg þegar kemur að öryggi og aksturseiginleikum með mikla hleðslu. Vivaro rúmar auðveldlega þrjú vörubretti.

 

 

 

 
Rennihurðar
Opel Vivaro er fáanlegur með rennihurðum á báðum hliðum. Stórar rennihurðar á hliðum með víðri opnun og lokunarvörn gera það að verkum að hleðsla og afferming er sérlega auðveld og eykur öryggi og afköst notenda.  

Vel tengdur

Margmiðlun

Vivaro er fáanlegur með margmiðlunarkerfi sem bíður m.a. upp á GPS vegaleiðsögn, Apple Car Play og Android Auto tengingar. Snjallsíminn verður þannig  auðveldlega aðgengilegur á margmiðlunarskjánum.

Allir Vivaro bílar eru búnir Bluetooth snjallsímatengingu.

 

 
OpelConnect þjónusta

Opel Connect er hluti af þeim valbúnaði sem þú getur valið í Vivaro. Opel Connect innifelur tvo hnappa. Annars vegar e-Call neyðarhnapp og neyðarhringingu í 112 og hins vegar þjónustuhnapp.  Neyðarkerfið hringir t.d. sjálfvirkt í neyðarnúmerið 112 í alvarlegum árekstri og gefur upp staðsetningu bíls sem styttir viðbragðstíma hjálparaðila því ekki þarf að geta sér til um staðsetningu slyss.

Þjónustuhnappurinn veitir samband við neyðarþjónustu sem Opel eigendur með virka þjónustusamninga eiga rétt á. Fáðu nánari upplýsingar um Opel Connect hjá ráðgjafa Opel.

 

Skrifstofa á hjólum

3ja sæta og stillanlegt skrifstofuborð
Með 3ja sæta FlexCargo® kerfinu getur þú breytt þínum Vivaro í skrifstofu á hjólum. Hluti miðjusætisins er þannig fellanlegt niður í stillanlegt skrifborð fyrir ökumann eða farþega. 
Comfort sæti
Vivaro er búinn Comfort sætum með armpúðum bæði fyrir ökumann og farþega. Vinnudagurinn er auðveldari þegar vel fer um ökumann og farþega.  
Geymslupláss

Hvert rými er nýtt til hins ýtrasta í Vivaro. Handhægar hirslur í mælaborði, hurðarvösum og víðar gera innanrýmið sérlega plássmikið og notendavænt.

 

 
Hljóðeinangrun
Heilt þil milli farþega- og farmrýmis ásamt sérvöldum efnum til að minnka umhverfishljóð tryggja betri hljóðvist.  

Ríkulegur öryggisbúnaður

Ökumannsvaki
Ökumannsvaki (Driver Drowsiness Control) fylgist með akstrinum og greinir akstursmynstur ökumanns. Ökumannsvakinn aðvarar ökumanninn og ef óeðlilegur akstur greinist gefur kerfið ábendingu um að hugsanlega sé gott að taka smá hvíld frá akstrinum. Veglínuskynjun með hjálparátaki á stýri (Lane Keep Assist) greinir línurnar á veginum og aðstoðar ökumann við að halda bílnum innan akbrautar.    
Vegskiltalesari

Vegskiltilesarinn les upplýsingar um hámarkshraða og gefur upplýsingar í mælaborð bifreiðarinnar.  Með hraðastillinum er hægt að festa inn hámarkshraðann.

 

 
Framrúðuskjár
Framrúðuskjárinn sýnir ýmsar upplýsingar eins og um ökuhraða, hámarkshraða, eyðslu ofl. Upplýsingunum er varpað á framrúðuna í beinni sjónlínu ökumanns svo hann þarf síður að líta af veginum. 
Bakkmyndavél

Bakkmyndavél með 180 gráðu víddarsýn eykur öryggi og auðveldar að leggja í stæði. Að leggja lokuðum sendibíl í stæði hefur aldrei verið jafn auðvelt.

 

 

 

Umhverfisvænar vélar

Vélar & gírskiptingar

Vélarnar í Vivaro eiga það sammerkt að vera í fremstu röð þegar kemur að umhverfisþáttum, afli og sparneytni. Vélarnar eru allar búnar túrbínu og því er tog á lægri snúningi vélarinnar framúrskarandi sem tryggir jafnframt lægri eyðslu, minni útblástur og hámarks skilvirkni. 

Allir Vivaro bílar eru búnir 6 gíra gírkassa eða nýjustu kynslóðar 8 þrepa sjálfskiptingar.

 

 
Þýsk gæði með 7 ára ábyrgð á bílnum 

Þýsk gæði Opel sendibíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda.

Tryggðu þér þýsk gæði Opel!