Fara Beint Í Efni
Yfirsýn

Opel Vivaro Electric rafsendibíll


• ALLT AÐ 350 KM DRÆGNI

• HRAÐHLEÐSLA (100 KW) Í 80% Á UM ÞAÐ BIL 45 MÍNÚTUM

• LÁGUR REKSTRARKOSTNAÐUR OG ENGINN ÚTBLÁSTUR

• FLEXCARGO - FELLANLEGT SÆTI OG LÚGA TIL AÐ FLYTJA LENGRI HLUTI

• ALLT AÐ 6,6 RÚMMETRA HLEÐSLURÝMI

 

Allt að 350 km drægni á íslenskri orku

Opel Vivaro Electric rafsendibíll er með 75 kWh drifrafhlöðu og allt að 350 km drægni skv. WLTP mælingu.

 

 

 
Hraðhleðsla allt að 100 kW

Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Opel Vivaro Electric rafsendibíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á u.þ.b. 7:30 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð og þú hleður tóma drifrafhlöðuna á u.þ.b. 45 mínútum í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð. 

 

 
Þrjár akstursstillingar

Opel Vivaro Electric er með þremur aksturstillingum; Eco, Normal og Power sem allar hafa áhrif á drægni. 

• Eco: tilvalin í innanbæjarakstri og þú nærð hámarksdrægni í þessari akstursstillingu. 

• Normal: þægileg fyrir daglega notkun.

• Power: tilvalin aksturstilling við flutning.

 
Lækkaðu rekstrarkostnaðinn og keyrðu um á íslenskri orku
Vertu leiðtogi í orkuskiptunum! Taktu skrefið núna. Lækkaðu rekstrarkostnaðinn, verndaðu umhverfið og notaðu íslenska orku. 
 7 ára ábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu

Allir Opel bílar eru í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðenda.

 

 
Taktu þátt í orkuskiptunum með Opel 
Viðskiptavinir geta stólað á fyrsta flokks gæði og fyrirmyndarþjónustu Opel hjá Brimborg. Framúrskarandi drægni, góður hleðsluhraði, fagleg þjónusta og ráðgjöf við kaupendur og við uppsetningu hleðsluinnviða. Viðskiptavinir njóta sérþekkingar og sérkjara Brimborgar í hleðslulausnum og uppsetningu ásamt sérkjörum á hraðhleðslustöðvum Brimborgar Bílorku. Þannig draga þeir úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með umhverfisvænni, íslenskri orku með lágu kolefnisspori.